Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1002 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?

Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?

Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að endurlífga loðfílinn?

Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mega hundar éta kattamat?

Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda. Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþö...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónli...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?

Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?

Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?

Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm. Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. e...

category-iconStærðfræði

Er hægt að sjá með berum augum frá Íslandi til Grænlands?

Þorvaldur Búason eðlisfræðingur hefur skrifað grein um þetta efni í Fréttabréf Íslenzka stærðfræðafélagsins, 1.tbl. 5.árg., febrúar 1993. Niðurstaða hans er sem hér segir: Hafa ber í huga, ef ljósferlar eru beinir, að efstu 500 m af tindi í 500 km fjarlægð sjást undir sama sjónarhorni og 1 mm í 1 m fjarlægð eða...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?

Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert. Ef við viljum telja upp að endalausu...

category-iconHeimspeki

Er alveg víst að himnaríki sé til?

Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...

category-iconJarðvísindi

Hver var stærsta risaeðlan?

Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið....

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?

Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er þumalputtaregla Canakaris?

Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?

Spurningin í heild var sem hér segir: Ég hef bæði lesið að Júlíus Sesar hafi sagt "Teningnum er kastað" og "Teningunum er kastað." Þetta skiptir máli fyrir mig því ég er að vinna að verkefni þar sem þetta þarf helst að vera á hreinu. Treystið þið ykkur til að skera úr um eintöluna og fleirtöluna?Ekki er víst að ti...

Fleiri niðurstöður