Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7535 svör fundust
Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?
K-vítamín er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. Skortur á K-vítamíni veldur því að það tekur lengri tíma fyrir blóðið að lifrast (storkna) og það getur orsakað innri blæðingar. K-vítamín finnst í laufum plantna en í mönnum er K-vítamínið yfirleitt framleitt af gerlum sem finnast í þörmunum. Gerlar sem framleiða vítamín...
Hvers vegna er orðið testamenti viðurkennt sem íslenska?
Upphafleg spurning var á þessa leið: „Hver er ástæða þess að ekki hefur í seinni tíð verið hróflað við hinu augljósa tökuorði 'testamenti'? Hví var 'vitnisburður' eða orð sams konar merkingar ekki notað frá upphafi?“ Orðið testamenti er upphaflega tökuorð úr latínu og barst í málið með fornum kirkjulegum ver...
Hvar eru eyrun á froskum?
Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...
Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?
Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...
Hvers vegna springa ljósaperur?
Í ljósaperu er rafstraumur leiddur um grannan vír með ákveðið rafviðnám sem er hærra en í venjulegum rafmagnsleiðslum. Vegna viðnámsins hitnar vírinn þegar rafstraumur rennur gegnum hann og verður fljótt hvítglóandi. Til að verja glóðarþráðinn gegn tæringu þá er ljósaperan fyllt með óhvarfgjarnri lofttegund (oftas...
Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?
Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...
Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?
Höfundur getur sér þess til að spurningin eigi rætur að rekja til þekkts barnalags: Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa. Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. En þá er spurningin, er þetta hægt í alv...
Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?
Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti. ...
Hvað er að fá sér einn gráan?
Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...
Hversu hratt kemst ljósið?
Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta ...
Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?
Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...
Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...
Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?
Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...
Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?
Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má se...
Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?
Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...