Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?

UA

K-vítamín er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. Skortur á K-vítamíni veldur því að það tekur lengri tíma fyrir blóðið að lifrast (storkna) og það getur orsakað innri blæðingar. K-vítamín finnst í laufum plantna en í mönnum er K-vítamínið yfirleitt framleitt af gerlum sem finnast í þörmunum. Gerlar sem framleiða vítamínið eru ekki til staðar í nýfæddum börnum. Skortur á K-vítamíni hjá nýfæddum börnum getur valdið blæðingum í þörmum og höfði innan við viku frá fæðingu. Því er nýfæddum börnum oft gefin sprauta með K-vítamíni strax eftir fæðingu. Einnig er hægt að gefa móðurinni K-vítamín við fæðinguna til þess að koma í veg fyrir skort hjá barninu.

Heimildir

Britannica Online



Mynd: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

8.5.2002

Spyrjandi

Guðrún Guðmundsdóttir

Tilvísun

UA. „Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2371.

UA. (2002, 8. maí). Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2371

UA. „Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2371>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?
K-vítamín er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. Skortur á K-vítamíni veldur því að það tekur lengri tíma fyrir blóðið að lifrast (storkna) og það getur orsakað innri blæðingar. K-vítamín finnst í laufum plantna en í mönnum er K-vítamínið yfirleitt framleitt af gerlum sem finnast í þörmunum. Gerlar sem framleiða vítamínið eru ekki til staðar í nýfæddum börnum. Skortur á K-vítamíni hjá nýfæddum börnum getur valdið blæðingum í þörmum og höfði innan við viku frá fæðingu. Því er nýfæddum börnum oft gefin sprauta með K-vítamíni strax eftir fæðingu. Einnig er hægt að gefa móðurinni K-vítamín við fæðinguna til þess að koma í veg fyrir skort hjá barninu.

Heimildir

Britannica Online



Mynd: HB

...