Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 166 svör fundust
Af hverju mega hvorki loftbólur komast í æðar né vatn í lungun?
Þegar loft kemst í blóðið og fer á flakk með blóðrásinni kallast það blóðrek lofts (e. air embolism). Komist loft í blóðrásina, til dæmis við skurðaðgerðir eða slys, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slys af þessu tagi er ef lungnavefurinn rofnar, til dæmis vegna áverka eftir hnífsstungu eða ...
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?
Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...
Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?
Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...
Hvað eru kransæðar?
Hjartavöðvinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, eru slagæðar sem kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Kransæðarnar eru hægri og vinstri kransæðar sem liggja og greinast um hjartahelmingana tvo. Þ...
Hver var Unnsteinn Stefánsson og hvert var hans framlag til haffræðinnar?
Unnsteinn Stefánsson var frumkvöðull á vettvangi íslenskra hafrannsókna og um leið einn þeirra sem mótuðu vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Unnsteinn fæddist 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942 og hélt svo til efnafræðináms v...
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...
Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Þórsdóttir rannsakað?
Inga Þórsdóttir hefur kennt næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1989. Hún varð prófessor við námsbraut í matvælafræði í efnafræðiskor Raunvísindadeildar 1997, sem síðar varð Matvæla- og næringarfræðideild við Heilbrigðisvísindasvið skólans. Inga er forseti Heilbrigðisvísindasviðs síðan 2012. Rannsóknir Ing...
Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg?
Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mes...
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Hvaða áhrif hafa loftlagsbreytingar á sjávarlíf?
Þær veðurfarsbreytingar sem eiga sér nú stað vegna uppsöfnunar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koltvíildis (CO2), í lofthjúpi jarðar og í hafinu, sem gleypir mikið af koltvíildi, hafa margvísleg áhrif á vistkerfi hafsins. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við brennslu og aðra athafnir mannkyns hefur hitastig ...
Af hverju er gróður í Surtsey?
Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...
Hvað er spasmi og hvernig lýsir hann sér?
Í læknisfræði er spasmi skyndilegur og ósjálfráður samdráttur vöðva, hóps af vöðvum, í veggjum hols líffæris eða samdráttur ops á líffæri. Í daglegu tali er það kallað spasmi þegar krampi kemur í vöðva, oft með skyndilegum sársauka sem líður fljótt hjá en getur varað í nokkrar mínútur eða lengur. Spasmi getur leit...