Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 341 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconBókmenntir og listir

Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?

Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?

Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?

Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinaví...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?

Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?

Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar rit er Sturlunga?

Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?

Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...

category-iconBókmenntir og listir

Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?

Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornnorrænan kveðskap sem yfirleitt er ortur undir fornyrðislagi og ekki eignaður höfundum. Það nær aðeins til um 50 kvæða sem flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Eddukvæði eru einnig í skáldskaparriti Snorra Sturlusonar (1179-12...

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?

Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbu...

category-iconHugvísindi

Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?

Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...

category-iconLandafræði

Hvenær verða Íslendingar ein milljón?

Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? eru notaðar svokallaðar mannfjöldaspár til þess að áætla hversu margir muni búa á tilteknu svæði, landi, heimsálfu eða heiminum öllum á næstu árum og áratugum. Í þessum spám er gengið út frá ákveðnum forsendum um f...

Fleiri niðurstöður