Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur til að greiða kostaðinn innan lands . Gæti það verið að krónan sé í rauninni einungis „aðgöngumiði“ að landinu fyrir túrista sem verða að borga dýrum dómum fyrir krónurnar og það að mega skoða jökla og fossa?Seðlabanki Íslands á af og til viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri. Kaupir bankinn þá ýmist eða selur íslenskar krónur fyrir evrur af öðrum markaðsaðilum. Almennt ættu kaup bankans á evrum að veikja gengi krónunnar og sala á evrum að styrkja hana. Markmiðið með þessum viðskiptum er þó almennt hvorki styrking né veiking krónunnar heldur að koma í veg fyrir óhóflegar sveiflur í gengi hennar.

Markmiðið með sölu eða kaupum Seðlabankans á krónum fyrir evrur er almennt hvorki styrking né veiking krónunnar heldur að koma í veg fyrir óhóflegar sveiflur í gengi hennar.
- Euro Is One Of Higher Value · Free Stock Photo. (Sótt 23.01.2024).