Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?

Jón Yngvi Jóhannsson

Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbundnum skilningi, en þó er víða beitt stuðlasetningu og reglulegri hrynjandi.

Eitt af því sem einkennir ljóðmál Steins í þessu ljóði er frumlegt og óvenjulegt myndmál, hann beitir myndhverfingum, persónugervingum og hlutgervingum en einnig beinum myndum svo að mjög oft minnir á málverk. Litir og samsett litarorð eru sérstaklega áberandi. Margar myndanna og einstök erindi virðast bjóða lesandanum upp á táknrænan lestur, en það hefur reynst túlkendum kvæðisins erfitt að sættast á eina ákveðna túlkun; fræðimenn hafa gert að því ýmsar atrennur. Sveinn Skorri Höskuldsson (1930-2002) sagði um ljóðið: „Ef til vill væri unnt að lesa verkið í heild sem minnisvarða um mikla ást,“ (Sveinn Skorri Höskuldsson, 194) en aðrir túlkendur hafa andmælt þeirri niðurstöðu. Tíminn og vatnið er þannig eitt þeirra verka íslenskra bókmennta á 20. öld sem hafa haft margvísleg áhrif á síðari tíma, bæði í bókmenntum og öðrum listgreinum.

Frumgerð ljóðabálksins Tíminn og vatnið hét Dvalið hjá djúpu vatni. Þorvaldur Skúlason myndskreytti þá gerð sem kom ekki út fyrr en 2008, á aldarafmæli skáldsins.

Steinn varð formbyltingarskáldum sem komu fram á eftirstríðsárunum mikill innblástur og fyrirmynd og hann var alla öldina eitt mest lesna ljóðskáld á Íslandi, ekki síst meðal ungs fólks.

Fyrsta bók Steins, Rauður loginn brann, kom út árið 1936. Þar eins og víða í öðrum ljóðum Steins, má finna pólitíska róttækni, gjarnan í ljóðum sem eru ort í hefðbundnu formi og af mikilli hagmælsku. Það eru þó hin óbundnu ljóð, oft með þungri tilvistarlegri og heimspekilegri undiröldu, sem hafa haft meiri áhrif. Ljóð Steins hafa lengi þótt heimspekilegri en samtímamanna hans, sem má til sanns vegar færa. Þannig hafa fræðimenn greint áhrif frá tilvistarstefnu í ljóðum hans og hann tókst á við trú og trúleysi í ljóðum sínum, bæði í gamni og alvöru.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

27.12.2023

Spyrjandi

Hildigunnur Sif Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56909.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 27. desember). Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56909

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56909>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?
Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbundnum skilningi, en þó er víða beitt stuðlasetningu og reglulegri hrynjandi.

Eitt af því sem einkennir ljóðmál Steins í þessu ljóði er frumlegt og óvenjulegt myndmál, hann beitir myndhverfingum, persónugervingum og hlutgervingum en einnig beinum myndum svo að mjög oft minnir á málverk. Litir og samsett litarorð eru sérstaklega áberandi. Margar myndanna og einstök erindi virðast bjóða lesandanum upp á táknrænan lestur, en það hefur reynst túlkendum kvæðisins erfitt að sættast á eina ákveðna túlkun; fræðimenn hafa gert að því ýmsar atrennur. Sveinn Skorri Höskuldsson (1930-2002) sagði um ljóðið: „Ef til vill væri unnt að lesa verkið í heild sem minnisvarða um mikla ást,“ (Sveinn Skorri Höskuldsson, 194) en aðrir túlkendur hafa andmælt þeirri niðurstöðu. Tíminn og vatnið er þannig eitt þeirra verka íslenskra bókmennta á 20. öld sem hafa haft margvísleg áhrif á síðari tíma, bæði í bókmenntum og öðrum listgreinum.

Frumgerð ljóðabálksins Tíminn og vatnið hét Dvalið hjá djúpu vatni. Þorvaldur Skúlason myndskreytti þá gerð sem kom ekki út fyrr en 2008, á aldarafmæli skáldsins.

Steinn varð formbyltingarskáldum sem komu fram á eftirstríðsárunum mikill innblástur og fyrirmynd og hann var alla öldina eitt mest lesna ljóðskáld á Íslandi, ekki síst meðal ungs fólks.

Fyrsta bók Steins, Rauður loginn brann, kom út árið 1936. Þar eins og víða í öðrum ljóðum Steins, má finna pólitíska róttækni, gjarnan í ljóðum sem eru ort í hefðbundnu formi og af mikilli hagmælsku. Það eru þó hin óbundnu ljóð, oft með þungri tilvistarlegri og heimspekilegri undiröldu, sem hafa haft meiri áhrif. Ljóð Steins hafa lengi þótt heimspekilegri en samtímamanna hans, sem má til sanns vegar færa. Þannig hafa fræðimenn greint áhrif frá tilvistarstefnu í ljóðum hans og hann tókst á við trú og trúleysi í ljóðum sínum, bæði í gamni og alvöru.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. ...