Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 653 svör fundust
Getið þið sagt mér hver þjóðardýrin eru í flestum löndum heims?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvert er þjóðardýr Íslands og af hverju? Þjóðir heims eiga sér öll einhver þjóðartákn, ýmist lögformleg eða óformleg. Þessi tákn geta til dæmis endurspeglað eða vísað til sjálfsmyndar þjóðarinnar, sögu hennar, menningar eða náttúru. Þjóðartáknin eru til að mynda fáni, þjóðsöng...
Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?
Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómal...
Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?
Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...
Hvað þarf að margfalda fólksfjölda Íslendinga oft til að fá út fólksfjölda Kínverja?
Fólksfjöldinn í Kína er 1.227.740.000 manns og á Íslandi 282.845 sem þýðir að Íslendingar yrðu að vera 4340,6813 sinnum fleiri til að jafngilda fólksfjöldanum í Kína. Upplýsingar fengnar af: Upplýsingar um Kína Vefsetur Hagstofunnar Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsin...
Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?
Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...
Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...
Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um orkunotkun Íslendinga, skipt eftir uppruna. Til þess að fá raunhæfan samanburð er orkan úr mismunandi orkulindum umreiknuð í eina mælieiningu, eðlisfræðilega orkueiningu sem kallast júl (J=joule). Samkvæmt vef Hagstofunnar var orkunotkun Íslendinga árið 2008 a...
Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?
Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...
Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?
Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...
Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?
Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisbo...
Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?
Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós ...
Hvaðan kemur orðið skriðdreki?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera? Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. ...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...
Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?
Upprunaleg spurning Valgerðar var: Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bar...