Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum?

EDS

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um orkunotkun Íslendinga, skipt eftir uppruna. Til þess að fá raunhæfan samanburð er orkan úr mismunandi orkulindum umreiknuð í eina mælieiningu, eðlisfræðilega orkueiningu sem kallast júl (J=joule).

Samkvæmt vef Hagstofunnar var orkunotkun Íslendinga árið 2008 alls 227,6 PJ (petajúl = 1015 J). Um 82% af orkunotkuninni hér á landi er innlend orka en 18% er innflutt jarðefnaeldsneyti. Stærsti hluti af orkunotkun á Íslandi kemur frá jarðhita eða 61,3%. Þar á eftir er vatnsorka 19,6%, svo olía sem er 16,1% og loks kol sem eru 1,8% af orkunotkun landsmanna.

Öllu erfiðara er að finna upplýsingar um orkunotkun í heiminum öllum, eða réttara sagt að finna heimildir sem eru samhljóða, enda söfnun tölfræðilegra upplýsinga sjálfsagt mismunandi í löndum heims. Á vef Energy Information Administration er áætlað að eldsneytisnotkun í heiminum árið 2007 hafi verið um 510 EJ (exajúl=1018 J, reyndar er notuð önnur eining þar, Btu eða bresk varmaeining sem hér hefur verið umreiknað í júl). Í grein á Wikipedia um orkunotkun í heiminum er heildarnotkunin sögð vera 474 EJ og sú tala byggð á upplýsingum frá orkufyrirtækinu BP

Hvor talan er nærri lagi skal ósagt látið hér, hins vegar er hlutfall á milli uppruna orkunnar nokkuð svipað hjá báðum þessum aðilum og gefur því sjálfsagt ágæta mynd af því hvaðan orkan sem jarðarbúar eru að nota er komin.



Eldsneytisnotkun í heiminum eftir uppruna.

Ef myndin hér fyrir ofan er borðin saman við uppruna þeirrar orku sem Íslendingar nota má glöggt sjá að mynstrið hér á landi er allt annað en þegar heimurinn er skoðaður. Eins og áður hefur komið fram er jarðefnaeldsneyti innan við 20% af þeirri orku sem Íslendingar nota en á heimsvísu er á bilinu 80-90% allrar orku komin frá kolum, olíu og gasi.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um orku og orkumál, til dæmis við spurningunum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.2.2010

Spyrjandi

Elín Rut Erlingsdóttir, f. 1991, Stefán Jónsson, Marta Ewa Bartoszek

Tilvísun

EDS. „Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2010, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29807.

EDS. (2010, 19. febrúar). Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29807

EDS. „Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2010. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29807>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um orkunotkun Íslendinga, skipt eftir uppruna. Til þess að fá raunhæfan samanburð er orkan úr mismunandi orkulindum umreiknuð í eina mælieiningu, eðlisfræðilega orkueiningu sem kallast júl (J=joule).

Samkvæmt vef Hagstofunnar var orkunotkun Íslendinga árið 2008 alls 227,6 PJ (petajúl = 1015 J). Um 82% af orkunotkuninni hér á landi er innlend orka en 18% er innflutt jarðefnaeldsneyti. Stærsti hluti af orkunotkun á Íslandi kemur frá jarðhita eða 61,3%. Þar á eftir er vatnsorka 19,6%, svo olía sem er 16,1% og loks kol sem eru 1,8% af orkunotkun landsmanna.

Öllu erfiðara er að finna upplýsingar um orkunotkun í heiminum öllum, eða réttara sagt að finna heimildir sem eru samhljóða, enda söfnun tölfræðilegra upplýsinga sjálfsagt mismunandi í löndum heims. Á vef Energy Information Administration er áætlað að eldsneytisnotkun í heiminum árið 2007 hafi verið um 510 EJ (exajúl=1018 J, reyndar er notuð önnur eining þar, Btu eða bresk varmaeining sem hér hefur verið umreiknað í júl). Í grein á Wikipedia um orkunotkun í heiminum er heildarnotkunin sögð vera 474 EJ og sú tala byggð á upplýsingum frá orkufyrirtækinu BP

Hvor talan er nærri lagi skal ósagt látið hér, hins vegar er hlutfall á milli uppruna orkunnar nokkuð svipað hjá báðum þessum aðilum og gefur því sjálfsagt ágæta mynd af því hvaðan orkan sem jarðarbúar eru að nota er komin.



Eldsneytisnotkun í heiminum eftir uppruna.

Ef myndin hér fyrir ofan er borðin saman við uppruna þeirrar orku sem Íslendingar nota má glöggt sjá að mynstrið hér á landi er allt annað en þegar heimurinn er skoðaður. Eins og áður hefur komið fram er jarðefnaeldsneyti innan við 20% af þeirri orku sem Íslendingar nota en á heimsvísu er á bilinu 80-90% allrar orku komin frá kolum, olíu og gasi.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um orku og orkumál, til dæmis við spurningunum:

Heimildir og mynd:

...