Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 277 svör fundust
Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?
Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...
Af hverju eldumst við?
Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil umhverfis- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið gömul en hjartað ungt! Við fæðingu er maður...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?
Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líku...
Hver fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði 2022 og fyrir hvað?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði eru veitt einstaklingum sem 50 manna hópur sérfræðinga við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi velur úr hópi tilnefninga sem sendar hafa verið Nóbelsnefndinni. Verðlaunin hafa verið veitt fyrir margskonar rannsóknir á frumum, genum, þroskun, veirum og bakteríum, en al...
Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Eru 50% líkur á því að kona sem á pabba sem er blæðari og mömmu sem er arfberi verði blæðari eða eru konur alltaf arfberar? Ef faðir er blæðari og móðir arfberi eru helmings líkur á að stúlkufóstur verði arfhreint um X-tengt dreyrasýkigen. Aftur á móti fæðast ekki slík stúl...
Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?
Hárið vex að meðaltali 0,44 mm á dag eða 13 mm á mánuði. Þessi vaxtarhraði getur þó verið breytilegur milli einstaklinga. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hvert hár er venjulega í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það bil 85% af hári eru á hverjum tíma ...
Af hverju verður hár krullað?
Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...
Er svarti jagúarinn sérstök tegund eða bara óvenjulegt afbrigði?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvar lifir svarti jagúarinn? Af hverju er svarti jagúarinn svartur? Jagúarinn (Panthera onca) tilheyrir ættkvísl svokallaðra stórkatta, Panthera. Tegundin er eini meðlimur ættkvíslarinnar sem lifir í Norður- og Suður-Ameríku og er jafnframt langstæ...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?
Dreyrasýki er arfgengur blæðingarsjúkdómur sem erfist kynbundið. Sjúkdómurinn kemur fram í karlmönnum sem erfa sjúkdóminn frá mæðrum sínum, en þær eru einkennalausir arfberar. Til eru tvö form af dreyrasýki sem kallast dreyrasýki A (hemophilia A) og dreyrasýki B (hemophilia B). Dreyrasýki A er mun algengari en ...
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...
Hvað er genastjórnun?
Orðið genastjórnun gæti átt við stjórn gena á eiginleikum eða einkennum lífvera. Hvernig stjórna gen til dæmis því að sumir menn eru brúneygðir en aðrir bláeygðir og sumir svarthærðir en aðrir rauðhærðir? Genastjórnun gæti líka átt við stjórnun á starfsemi einstakra gena eða genahópa. Miklar rannsóknir hafa fa...