Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?

MBS

Hárið vex að meðaltali 0,44 mm á dag eða 13 mm á mánuði. Þessi vaxtarhraði getur þó verið breytilegur milli einstaklinga.

Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hvert hár er venjulega í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það bil 85% af hári eru á hverjum tíma í vexti en um 15% í dvala. Á höfðinu eru að meðaltali um 100 - 160 þúsund hár og um 100 hár falla af höfðinu á dag. Eftir því sem fólk verður eldra er eðlilegt að hárum fari að fækka og hárið þar með að þynnast.

Í svari sínu við spurningunni Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því? gefur Friðþjófur Már Sigurðsson upp eftirfarandi ástæður fyrir hárlosi:
  • Erfðir og aldur
  • Hormónabreytingar, til dæmis skjaldkirtilssjúkdómar
  • Alvarlegir sjúkdómar
  • Tilfinningaleg og líkamleg streita
  • Slæmir ávanar eins og hártog og óþarfa nudd í hárrót
  • Bruni
  • Geislameðferð (krabbamein)
  • Lyfjameðferð
  • Tinea capitis (sveppasýking)
  • Slæm dagleg meðferð á hárinu við litun, þurrkun, umhirðu og fleira.

Það er því ljóst að hárið getur ekki vaxið endalaust. Sé það hins vegar látið óáreitt í langan tíma ætti það að geta náð töluverðri lengd. Það er þó við því að búast að slíkt hár yrði að lokum orðið ansi slitið og ritjulegt.

Fleiri svör á Vísindavefnum um hár:

Frekar upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Hólmfríður Haraldsdóttir

Tilvísun

MBS. „Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5888.

MBS. (2006, 10. maí). Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5888

MBS. „Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5888>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?
Hárið vex að meðaltali 0,44 mm á dag eða 13 mm á mánuði. Þessi vaxtarhraði getur þó verið breytilegur milli einstaklinga.

Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hvert hár er venjulega í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það bil 85% af hári eru á hverjum tíma í vexti en um 15% í dvala. Á höfðinu eru að meðaltali um 100 - 160 þúsund hár og um 100 hár falla af höfðinu á dag. Eftir því sem fólk verður eldra er eðlilegt að hárum fari að fækka og hárið þar með að þynnast.

Í svari sínu við spurningunni Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því? gefur Friðþjófur Már Sigurðsson upp eftirfarandi ástæður fyrir hárlosi:
  • Erfðir og aldur
  • Hormónabreytingar, til dæmis skjaldkirtilssjúkdómar
  • Alvarlegir sjúkdómar
  • Tilfinningaleg og líkamleg streita
  • Slæmir ávanar eins og hártog og óþarfa nudd í hárrót
  • Bruni
  • Geislameðferð (krabbamein)
  • Lyfjameðferð
  • Tinea capitis (sveppasýking)
  • Slæm dagleg meðferð á hárinu við litun, þurrkun, umhirðu og fleira.

Það er því ljóst að hárið getur ekki vaxið endalaust. Sé það hins vegar látið óáreitt í langan tíma ætti það að geta náð töluverðri lengd. Það er þó við því að búast að slíkt hár yrði að lokum orðið ansi slitið og ritjulegt.

Fleiri svör á Vísindavefnum um hár:

Frekar upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....