Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 366 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Er til lágmarksstærð?

Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?

Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...

category-iconVísindavefur

Hvernig dó Arkímedes?

Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni. Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?

Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?

Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...

category-iconStærðfræði

Hvað er níu-prófun?

Öll spurningin hljóðaði svona: Mér var kennt um miðja síðustu öld að finna þversummu þar til aðeins einn tölustafur stæði eftir. Dæmi: 378 ... 3 + 7 + 8 = 18 og 1 + 8 = 9. Þar með væri þversumma tölunnar 378 níu. Er það rangt? Og ef svo er, hvað kallast þá að taka ítrekað þversummu niður í einn tölustaf? V...

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað getur mannsaugað greint marga liti?

Við höfum birt svokallaðan litaþríhyrning í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir? Hann á í grundvallaratriðum að geta sýnt alla liti sem við skynjum, einkum þó með fyrirvara um gæði prentunar og slíkt. Á rönd þríhyrningsins eru svokallaðir fullmettaðir litir en þegar hvítt bætist við afme...

category-iconStærðfræði

Ef við hefðum ekki tíu fingur væri þá tugakerfið öðruvísi, kannski byggt út frá tólf eða fimmtán ef við hefðum 12 eða 15 fingur?

Þetta er almennt talið rétt. Betra væri þó að orða það þannig að við mundum aðallega nota tylftakerfi en ekki tugakerfi ef við hefðum tólf fingur. Í þessu felst að talan sem við skrifum sem 10 hefur enga sérstaka kosti sem grunntala í talnakerfi aðra en þá sem tengjast sköpulagi mannsins. Sú tala sem hefur skýr...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að útskýra andhverfu og hlutleysu í stærðfræði einfaldlega eða á mannamáli?

Eigi að útskýra hugtökin hlutleysu og andhverfu, þannig að útskýringin hafi almennt gildi, verður að draga fram mörg hugtök og skilgreiningar. Þá er hætt við að útskýringin verði ekki einföld heldur nokkuð tyrfin. Þess vegna er gott að athuga einföld dæmi. Um hlutleysu má taka sem dæmi að hún er liður í samlag...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?

Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var síðasta setning Fermats?

Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...

category-iconStærðfræði

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

Fleiri niðurstöður