Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 256 svör fundust
Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?
Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu: Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt. Bær í Miðdölum í D...
Hver er staðan með Aralvatn í dag?
Aralvatn, sem staðsett er á landamærum Kasakstan og Úsbekistan í Mið-Asíu, var um miðja síðustu öld fjórða stærsta vatn í heimi, þá 68 þúsund ferkílómetrar að stærð. Árið 1960 ákváðu stjórnvöld í Sovétríkjunum að beina framburði Syr Darya og Amu Darya fljótanna úr sínum hefðbundna farveg og yfir á ræktarsvæði sem ...
Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?
Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki ...
Hvers konar rithöfundur var Svava Jakobsdóttir og hver eru helstu höfundareinkenni hennar?
Í byrjun maí 1968 stóðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir kynningu á nýlegum skáldverkum eftir sex íslenska höfunda. Slíkir viðburðir voru ekki nýir af nálinni en að þessu sinni vakti athygli að allir rithöfundarnir voru konur. Ein þeirra kvenna sem stigu á stokk á kynningunni var Svava Jakobsdótti...
Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...
Er hægt að vera tvíkynja?
Hér er svarað spurningunum:Er til fólk sem er tvíkynja? Ef svo er, af hverju stafar það og af hvaða kyni verður einstaklingurinn? Hversu algengt er að fólk fæðist tvíkynja? Eru til tvíkynja manneskjur? Hversu algengt er þá að menn fæðist með tvö ólík kynfæri? Rétt er að taka fram í upphafi að hér er nær eingön...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...
Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?
Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...
Duga smokkar alltaf?
Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...
Hvað er Pfeiffer-heilkenni og hvernig lýsir það sér?
Pfeiffer-heilkenni er mjög sjaldgæfur fæðingargalli sem fyrst var greint frá árið 1964. Hann felst í því að saumar höfuðkúpubeina renna saman of snemma (e. craniosynostosis) sem leiðir til þess að höfuðkúpan aflagast. Þetta stafar af stökkbreytingu í geni sem stjórnar myndun viðtaka fyrir vaxtarþátt trefjakímfrumn...
Af hverju erfir maður bara sumt frá mömmu sinni og sumt frá pabba sínum?
Í kjarna frumna eru þráðlaga fyrirbæri sem kallast litningar en í litningunum eru gen sem ákvarða eiginleika einstaklingsins, svo sem augnlit, háralit, hæð, kyn og svo framvegis. Flestar lífverur eru tvílitna, það er litningarnir eru í pörum, en heildarfjöldi þeirra er breytilegur eftir lífverutegundum. Í m...
Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?
Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar ...