- Gerð 1 - Greind er oftast eðlileg. Vanþroskun miðandlits er oftast í meðallagi eða alvarleg, þumalfingur breiðir og innsnúnir og stórar tær sem snúa út með mismikla styttingu einstakra táliða (stúftær – e. bracydachtylia). Stundum er viðkomandi með vatnshöfuð.
- Gerð 2 - Líkamleg og andleg þroskahefting er algeng. Höfuðkúpan er með smáralögun og augun eru verulega útstæð. Fingur og tær eru svipuð og í gerð 1 en auk þess koma svokallaðir staurliðir (e. ankylosis) stundum fyrir.
- Gerð 3 - Höfuðkúpan er eins og turn í laginu, stutt en með oddmjóan topp (e. turribrachycephaly). Önnur einkenni eru þau sömu og í gerð 2.
Stórar breiðar tær er eitt af einkennum Pfeiffer-heilkennis. Stundum eru fit á milli tánna eins og hér má sjá á milli 2. og 3. táa.
- MedicineNet.com
- FACES: The National Craniofacial Association
- WebMDHealth
- Mynd: Sao Paulo Medical Journal 2003, vol.121, no.4