Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum

Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir andað með nefinu?

Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru öll dýr með hjarta?

Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stu...

category-iconHagfræði

Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu, sbr. nýlega frétt um aukinn eignarhlut Samherja í Eimskip? Kveðið er á um yfirtökuskyldu í X. kafla laga um verðbréfaviðskipti (nr. 108/2007) á Íslandi og sambærileg ákvæði eru í lögum nágrannalandanna. Þetta er hluti af þeirri vernd se...

category-iconVísindi almennt

Hvenær lýkur skák með jafntefli?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli? Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í rau...

category-iconLæknisfræði

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir séð sig í spegli?

Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru örmlur?

Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?

Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda. Beðmi e...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getir þið sagt mér um nykur?

Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?

Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?

Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...

category-iconLífvísindi: almennt

Er banani ber?

Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?

Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær. Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef við byggjum í fjórvíðum heimi hvað þyrftum við þá mörg augu til að sjá í fjórvídd?

Svarið er að tvö augu nægja fjórvíðu rúmi og raunar rúmi af hvaða vídd sem er til að skynja allar víddir rúmsins í einu. Fyrst er gott að einfalda dæmið eins mikið og komast má upp með, það er að segja að skoða auga í tvívíðu rúmi. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig auga býr til mynd út frá stefnu hluta. S...

Fleiri niðurstöður