Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli?Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í raun fallið undir aðrar reglur. Fjarlægða reglan var sú að þegar skákmaður skákaði andstæðingi síendurtekið á sama máta án þess að andstæðingurinn næði að forða sér úr þeim aðstæðum teldist það sem jafntefli. Slíkir endurteknir leikir munu þó á endanum falla undir jafnteflisreglur um hámark 50 leiki eða þriggja leikja regluna. Reglan um hámark 50 leiki segir að þegar 50 leikir hafa liðið án þess að peð sé fært eða taflmaður drepinn, endi skákin sem jafntefli. Hins vegar fellur reglan úr gildi krefjist annar skákmannanna ekki jafnteflis áður en leikur 51 er leikinn. Sé leikur 51 leikinn án jafntefliskröfu lengist reglan um hámark 50 leiki upp í 75 leiki, og þá þarf ekki að krefjast jafnteflisins heldur er það bindandi.

Leikur Bandaríkjamannsins Bobby Fischer og hins sovéska Mikhail Tal í Leipzig 1960 lauk með jafntefli eftir að Fischer hafði síendurtekið skákað kóngi Tals á sama máta. Þessi jafnteflisregla kallast á ensku „perpetual check“ og var fjarlægð úr reglum leiksins 5 árum eftir þessa viðureign, þar sem svona endurteknir leikir munu á endanum falla undir aðrar jafnteflisreglur.
- kóngur gegn kóngi,
- kóngur og biskup/riddari gegn kóngi og
- kóngur og biskup gegn kóngi og biskupi þegar biskuparnir eru á eins lituðum reitum.
- International Chess Federation. Fide Laws of Chess taking effect from 1 January 2018. (Sótt 15.7.2020).
- Æskan, 70. árgangur 1969, 5.-6. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 15.7.2020).
- Wikipedia. Isolated pawn. (Sótt 15.7.2020).
- Draw by agreement - Wikipedia. (Sótt 2.11.2020).
- Wikimedia Commons. Bundesarchiv Bild 183-76052-0335, Schacholympiade, Tal (UdSSR) gegen Fischer (USA). Birt undir leyfinu CC BY-SA 3.0 DE. (Sótt 15.7.2020).