Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?

Jón Már Halldórsson

Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Ameríku.

Dýrin gátu orðið allt að 110 cm á hæð (mæld við herðakamb) og vegið allt að 300 kg. Þau voru því á stærð við stærstu ljón og tígrisdýr nútímans og höfðu langar vígtennur. Framlappirnar voru lengri en afturlappirnar og dýrin voru með ákaflega kröftuga ránjaxla sem þau notuðu til að bíta gegnum þykk skinn bráðarinnar. Nasirnar voru stórar en það auðveldar upptöku súrefnis. Eina núlifandi kattardýrið með sambærilegar nasir er blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Auk þess virðist sjónsvæði heilans hafa verið þróað og stórt og sérstaklega gert til að bregðast við yfir daginn en ekki á nóttunni eins og flest kattardýr nútímans gera. Blettatígurinn er eina núlifandi kattardýrið sem veiðir eingöngu á daginn.



Homotherium serum nýbúinn að drepa Dall-sauð á túndrum Alaska. Svona sér listamaður dýrið fyrir sér en fræðimenn telja að þessi tiltekna tegund hafi verið hvít á lit á nyrstu útbreiðslusvæðum hennar líkt og heimskautaúlfar.

Líkamsbygging Homotherium gefur til kynna að þau hafi verið hlaupadýr en ekki veitt úr launsátri líkt og hlébarðar og tígrisdýr. Fræðimenn telja að helstu veiðilendur skepnanna hafi verið sléttur Norður-Ameríku en ennfremur hafa leifar þerra fundist í Alaska sem bendir til þess að dýrin hafi lifað í túndrulandslagi Norður-Ameríku. Stórvaxnir grasbítar plíósen-tímans hafa verið aðalbráð Homotherium-kattardýranna, meðal annars mastódonar ásamt öðrum, löngu horfnum dýrum. Dýrin veiddu líklega nokkuð af ungum mammútakálfum. Í Alaska hafa fundist leifar tegundarinnar Homotherium serum og algengt er að finna mjólkurtennur 2-3 ára gamalla mammútakálfa í grennd við þess konar leifar.

Hinn frægi franski steingervingafræðingur, Georges Cuvier barón (1769-1832) rannsakaði fyrstur manna steingerðar leifar Homotherium árið 1824. Af tönnunum að dæma taldi hann að hér væri um fornt bjarndýr að ræða. Aðrir steingervingafræðingar á 19. öldinni héldu að tennurnar væru úr útdauðri ráneðlu. Þýski dýrafræðingurinn Johann J. Kaup (1803-1873) var fyrstur til að gera sér grein fyrir því að hér væri um stórvaxið kattardýr að ræða. Hann nefndi ættkvíslina Machairodus árið 1833 en síðar var flokkunin endurskoðuð og hún nefnd Homotherium.

Menn eru ekki á eitt sáttur um hvenær Homotherium-kattardýrin hurfu af sjónarsviðinu. Sumir telja að það hafi verið fyrir um 500 þúsund árum en sennilegt þykir að þau hafi horfið við lok síðasta jökulskeiðs. Þetta á að minnsta kosti við um einstakar tegundir ættkvíslarinnar eins og H. serum.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.6.2003

Spyrjandi

Brynjólfur Sigurjónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3514.

Jón Már Halldórsson. (2003, 20. júní). Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3514

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3514>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?
Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Ameríku.

Dýrin gátu orðið allt að 110 cm á hæð (mæld við herðakamb) og vegið allt að 300 kg. Þau voru því á stærð við stærstu ljón og tígrisdýr nútímans og höfðu langar vígtennur. Framlappirnar voru lengri en afturlappirnar og dýrin voru með ákaflega kröftuga ránjaxla sem þau notuðu til að bíta gegnum þykk skinn bráðarinnar. Nasirnar voru stórar en það auðveldar upptöku súrefnis. Eina núlifandi kattardýrið með sambærilegar nasir er blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Auk þess virðist sjónsvæði heilans hafa verið þróað og stórt og sérstaklega gert til að bregðast við yfir daginn en ekki á nóttunni eins og flest kattardýr nútímans gera. Blettatígurinn er eina núlifandi kattardýrið sem veiðir eingöngu á daginn.



Homotherium serum nýbúinn að drepa Dall-sauð á túndrum Alaska. Svona sér listamaður dýrið fyrir sér en fræðimenn telja að þessi tiltekna tegund hafi verið hvít á lit á nyrstu útbreiðslusvæðum hennar líkt og heimskautaúlfar.

Líkamsbygging Homotherium gefur til kynna að þau hafi verið hlaupadýr en ekki veitt úr launsátri líkt og hlébarðar og tígrisdýr. Fræðimenn telja að helstu veiðilendur skepnanna hafi verið sléttur Norður-Ameríku en ennfremur hafa leifar þerra fundist í Alaska sem bendir til þess að dýrin hafi lifað í túndrulandslagi Norður-Ameríku. Stórvaxnir grasbítar plíósen-tímans hafa verið aðalbráð Homotherium-kattardýranna, meðal annars mastódonar ásamt öðrum, löngu horfnum dýrum. Dýrin veiddu líklega nokkuð af ungum mammútakálfum. Í Alaska hafa fundist leifar tegundarinnar Homotherium serum og algengt er að finna mjólkurtennur 2-3 ára gamalla mammútakálfa í grennd við þess konar leifar.

Hinn frægi franski steingervingafræðingur, Georges Cuvier barón (1769-1832) rannsakaði fyrstur manna steingerðar leifar Homotherium árið 1824. Af tönnunum að dæma taldi hann að hér væri um fornt bjarndýr að ræða. Aðrir steingervingafræðingar á 19. öldinni héldu að tennurnar væru úr útdauðri ráneðlu. Þýski dýrafræðingurinn Johann J. Kaup (1803-1873) var fyrstur til að gera sér grein fyrir því að hér væri um stórvaxið kattardýr að ræða. Hann nefndi ættkvíslina Machairodus árið 1833 en síðar var flokkunin endurskoðuð og hún nefnd Homotherium.

Menn eru ekki á eitt sáttur um hvenær Homotherium-kattardýrin hurfu af sjónarsviðinu. Sumir telja að það hafi verið fyrir um 500 þúsund árum en sennilegt þykir að þau hafi horfið við lok síðasta jökulskeiðs. Þetta á að minnsta kosti við um einstakar tegundir ættkvíslarinnar eins og H. serum.

Heimild og mynd:...