Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu, sbr. nýlega frétt um aukinn eignarhlut Samherja í Eimskip?Kveðið er á um yfirtökuskyldu í X. kafla laga um verðbréfaviðskipti (nr. 108/2007) á Íslandi og sambærileg ákvæði eru í lögum nágrannalandanna. Þetta er hluti af þeirri vernd sem minnihluti hluthafa í hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín skráð í kauphöll nýtur. Hugmyndin er einföld, ef einn aðili nær því að eignast nógu hátt hlutfall hlutabréfa til að geta í reynd stjórnað félaginu þá getur það sett aðra hluthafa í verri stöðu en áður. Það sama á við ef tveir eða fleiri tengdir aðilar ná yfirráðum. Miðað er við 30% atkvæða í lögunum eða að hafa með einhverjum hætti öðlast rétt til að velja meiri hluta félagsstjórnar.
- DETTIFOS | Hoek van Holland 26-2-2019 | kees torn | Flickr. (Sótt 12.03.2020). Myndina tók kees torn og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0