Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9099 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er sjóbirtingur?

Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Sjóbirtingar eru algengastir við vestu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Austmaður?

Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kynlíf?

Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'. Hugtakið kynlíf (sexua...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nanótækni?

Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconEfnafræði

Hvað er osmósa?

Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa át...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genasamsæta?

Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings. Af 46 litningum m...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er einræktun?

Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er absúrdismi?

Heitið absúrdismi er dregið af latneska lýsingarorðinu absurdus og skírskotar til þess sem talið er fjarstæðukennt eða fáránlegt, en algengt er að absúrdismi sé kenndur við fáránleika á íslensku. Hugtakið er komið úr umræðum um nútímabókmenntir og heimspeki og lýsir afstöðu mannsins til heimsins eftir að trúarleg ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er naívismi?

Hugtakið naívismi er komið úr umræðu um myndlist og er dregið af lýsingarorðinu naív sem kemur úr latínu nativus, sem merkir einfeldnislegur eða tilgerðarlaus. Naívismi eða naív list vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun og fylgja fremur eigin tilfinningu og sannfæringu e...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir spútnik?

Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er hálfleiðari?

Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...

category-iconJarðvísindi

Hvað er Golfstraumurinn?

Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi sem upprunninn er skammt norðan miðbaugs í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Golfstraumurinn fer norður með austurströnd Bandaríkjanna, að um 40° norðurbreiddar, og sveigir þar austur yfir Norður-Atlantshaf a...

Fleiri niðurstöður