Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 379 svör fundust
Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?
Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...
Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?
Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...
Hvaðan kemur orðið hundadagar?
Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst. Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Sí...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...
Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað u...
Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...
Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...
Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?
Það ætti ekki að hafa nokkur áhrif á kólesterólinnihald hvort egg eru lin- eða harðsoðin. Kólesteról (blóðfita) er fituefni eða lípíð, og er magn þess svipað í hráum eggjum og soðnum og lengri hitameðferð hefur væntanlega ekki frekari áhrif, ekki nema hugsanlega við mun hærra hitastig. Það sem gerist við suðuna er...
Hvernig æxlast froskar?
Óhætt er að segja að æxlunarhættir froska séu þeir „upprunalegustu“ meðal landhryggdýra, sérstaklega þegar haft er í huga að frjóvgun eggja verður fyrir utan líkama kvendýrsins en ekki innvortis eins og tíðkast meðal annarra landhryggdýra (fugla, skriðdýra og spendýra). Að því leyti líkjast æxlunarhættir froskdýra...
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum? Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...
Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu? Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir...
Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum?
Venjulegir símar eru ekki vatnsheldari en svo, að vatnið kemst fljótlega að spennuhafa hlutum, til dæmis snertunum við rafhlöðuna. Strangt til tekið er svarið því já, en í daglegu tali þýðir orðalagið "að fá straum" að viðkomandi finni fyrir honum. Það er ólíklegt í þessu tilviki. Við algenga rafhlöðuspennu getur ...