Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?

Björn Sigurður Gunnarsson

Það ætti ekki að hafa nokkur áhrif á kólesterólinnihald hvort egg eru lin- eða harðsoðin. Kólesteról (blóðfita) er fituefni eða lípíð, og er magn þess svipað í hráum eggjum og soðnum og lengri hitameðferð hefur væntanlega ekki frekari áhrif, ekki nema hugsanlega við mun hærra hitastig. Það sem gerist við suðuna er að próteinin í egginu afmyndast og það leiðir til breytingar úr fljótandi ástandi í fast, fyrst í hvítunni, sem inniheldur mjög mikið af próteinum (eða eggjahvítuefnum) og síðan í eggjarauðu ef hitun heldur áfram. Þessi afmyndun próteina hefur engin áhrif á kólesteról í egginu. Um þetta má lesa nánar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju breytast egg við suðu?

Þeim sem hafa hátt kólesteról í blóði hefur oft verið ráðlagt að skera niður inntöku kólesteróls úr fæðu. Engu að síður er samband kólesteróls í fæðu og kólesteróls í blóði nokkuð óljóst, þar eð ekki hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að blóðkólesteról hækki með aukinni inntöku kólesteróls í fæðu. Þó hefur verið sýnt fram á að mjög mikil inntaka kólesteróls úr fæðu geti hækkað blóðkólesteról og því er fólki með hátt blóðkólesteról ráðlagt að takmarka neyslu eggja, en talsvert kólesteról er að finna í eggjarauðu.

Sterkari tengsl hafa fundist milli kólesteróls í blóði og harðrar fitu í fæðunni, en hörð eða mettuð fita er algeng í dýraafurðum, svo sem mjólkurmat og kjötvörum. Er því ráðlegt að reyna að neyta sem minnstrar mettaðrar fitu. Til dæmis er upplagt að skera niður mjólkurfitu, en sumar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli mettaðra fitusýra sem algengar eru í mjólkurmat og blóðkólesteróls. Hægt er að skera niður mjólkurfituna með því að neyta fituminnstu mjólkurvörunnar í hverjum flokki, undanrennu eða fjörmjólkur í stað nýmjólkur, 11% feits osts í stað 26% osts og svona mætti áfram telja.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

9.8.2000

Spyrjandi

Guðmundur Guðlaugsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=759.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 9. ágúst). Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=759

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=759>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?
Það ætti ekki að hafa nokkur áhrif á kólesterólinnihald hvort egg eru lin- eða harðsoðin. Kólesteról (blóðfita) er fituefni eða lípíð, og er magn þess svipað í hráum eggjum og soðnum og lengri hitameðferð hefur væntanlega ekki frekari áhrif, ekki nema hugsanlega við mun hærra hitastig. Það sem gerist við suðuna er að próteinin í egginu afmyndast og það leiðir til breytingar úr fljótandi ástandi í fast, fyrst í hvítunni, sem inniheldur mjög mikið af próteinum (eða eggjahvítuefnum) og síðan í eggjarauðu ef hitun heldur áfram. Þessi afmyndun próteina hefur engin áhrif á kólesteról í egginu. Um þetta má lesa nánar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju breytast egg við suðu?

Þeim sem hafa hátt kólesteról í blóði hefur oft verið ráðlagt að skera niður inntöku kólesteróls úr fæðu. Engu að síður er samband kólesteróls í fæðu og kólesteróls í blóði nokkuð óljóst, þar eð ekki hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að blóðkólesteról hækki með aukinni inntöku kólesteróls í fæðu. Þó hefur verið sýnt fram á að mjög mikil inntaka kólesteróls úr fæðu geti hækkað blóðkólesteról og því er fólki með hátt blóðkólesteról ráðlagt að takmarka neyslu eggja, en talsvert kólesteról er að finna í eggjarauðu.

Sterkari tengsl hafa fundist milli kólesteróls í blóði og harðrar fitu í fæðunni, en hörð eða mettuð fita er algeng í dýraafurðum, svo sem mjólkurmat og kjötvörum. Er því ráðlegt að reyna að neyta sem minnstrar mettaðrar fitu. Til dæmis er upplagt að skera niður mjólkurfitu, en sumar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli mettaðra fitusýra sem algengar eru í mjólkurmat og blóðkólesteróls. Hægt er að skera niður mjólkurfituna með því að neyta fituminnstu mjólkurvörunnar í hverjum flokki, undanrennu eða fjörmjólkur í stað nýmjólkur, 11% feits osts í stað 26% osts og svona mætti áfram telja. ...