Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 269 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?

Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirr...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað segir fyrsta lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað verður um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Fyrsta lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu ...

category-iconMannfræði

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...

category-iconLögfræði

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?

Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum. ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Williamsheilkenni?

Williamsheilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem áætlað er að 1 af hverjum 20.000 lifandi fæddum börnum hafi. Williamsheilkenni var fyrst viðurkennt sem sérstakur sjúkdómur árið 1961. Það kemur fram strax við fæðingu, jafnt hjá stúlku- og sveinbörnum. Heilkennið hefur verið greint um allan heim og kemur fyrir hj...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?

Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig varð sólkerfið til?

Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?

Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...

category-iconTölvunarfræði

Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?

Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...

category-iconLandafræði

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig virka hinir svokölluðu Lagrange-kyrrstöðupunktar í sólkerfinu?

Lagrange-punktarnir eru nefndir eftir stærðfræðingnum Joseph Louis Lagrange (1736-1813) sem gaf út rit um þá árið 1772. Lagrange-punktarnir verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, til dæmis sól og reikistjarna. Til þess að útskýra kyrrstöðupunktana þarf fyrst að minnast á ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð veirufræði til?

Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...

Fleiri niðurstöður