Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1045 svör fundust
Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?
Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er ...
Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...
Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?
Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...
Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?
Faraday-búr eða rafbúr voru fundin upp af enska eðlisfræðingnum Michael Faraday (1791-1867) árið 1836. Með þeim er hægt að útiloka utanaðkomandi rafsegulsvið af tilteknum tegundum. Búrin eru gerð úr málmi, ýmist með heilum málmþynnum í veggjunum, málmgrind eða málmi með enn annarri lögun. Lögun búrsins ræður því h...
Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?
Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...
Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000? Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á no...
Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Við erum að basla við að uppræta gróður á milli hellnanna í gangstéttinni. Okkur gengur ágætlega með illgresið, en grasið vill ekki gefa sig. Vitið þið um efni sem almenningur getur keypt og blandað saman til að losna við grasið? Og þá í kvaða hlutföllum? P.s. Roundup virkar ekki ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?
Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund. Jafnframt hefur hún kannað og fjallað um hvernig nærumhverfið, fjölskyldan og skólinn, g...
Hvers vegna er aðeins hægt að rispa demanta með öðrum demöntum?
Við höfum eflaust öll tekið eftir því að sum efni rispast auðveldlega meðan önnur efni þola meira. Þegar tveimur föstum efnum með mismunandi hörku er nuddað saman rispast efnið sem er mýkra. Ekki er alltaf augljóst hvort efnið er harðara fyrr en á reynir. Fullkominn demantur er harðasta náttúrulega efnið sem um ge...
Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?
Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...
Var ekki fastað á miðöldum en hverjir voru það, lútherstrúarmenn eða katólikkar?
Þessu er frekar auðvelt að svara: Já, það var fastað á miðöldum og það gerðu katólskir menn en lúterstrúarmenn komu síðar til sögunnar. Siðaskiptin urðu á sextándu öld, það er að segja í byrjun nýaldar og eftir að miðöldum lauk. Fram að þeim tíma var rómversk-katólska kirkjan eina trúfélag kristinna manna í Ve...
Hvert er ljótasta dýr í heimi?
Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birt...
Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?
Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...
Af hverju sækjast ormar í mold?
Segja má að moldin sé kjörbúsvæði fyrir ánamaðka (orma). Þar fá þeir fæðu, vatn og skjól. Í moldinni nærast ánamaðkar á rotnandi plöntuleifum. Þeir eru mikilvægir fyrir niðurbrot lífrænna efna og hjálpa til við hringrás margra grundvallarfrumefna í vistkerfinu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað éta ...