Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund. Jafnframt hefur hún kannað og fjallað um hvernig nærumhverfið, fjölskyldan og skólinn, getur styrkt unga fólkið á lífsgöngunni. Hún leggur áherslu á þátt samfélagsins við að skapa aðstæður fyrir foreldra til að efla hæfni sína í foreldrahlutverkinu og fyrir kennara og skólastjórnendur til að vaxa í starfi.

Rannsóknarsvið Sigrúnar eru aðallega þrjú. Fyrstu rannsóknir Sigrúnar beindust að samskiptahæfni grunnskólabarna og hvernig sú hæfni þróast með aldri. Hún kannaði einnig hvernig megi efla þá hæfni í skólastarfi. Í bókinni Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar er greint fá þessum þessum rannsóknum.

Sigrún Aðalbjarnardóttir hefur meðal annars fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund.

Sigrún hefur einnig rannsakað hvernig samskiptahæfni ungmenna á fyrri hluta unglingsára tengist öðrum sviðum þroska þeirra fram á þrítugsaldur, meðal annars sjálfsáliti þeirra og trú á eigin sjálfstjórnun; einnig líðan þeirra, vímuefnaneyslu og námsgengi. Í þriðja lagi hefur Sigrún aflað þekkingar og skilnings á borgaravitund ungs fólks í grunn- og framhaldsskóla. Þar er meðal annars leitað eftir hugmyndum þess um lýðræði, viðhorfi til mannréttinda og þeim áhrifum sem unga fólkið vill hafa í samfélagi sínu. Þannig er þeim gefin rödd.

Sigrún hefur hlotið viðurkenningar fyrir vísindastörf sín, meðal annars frá Háskóla Íslands og frá „Saman hópnum“ sem eru samtök fjölmargra aðila, félaga og stofnana sem vinna að velferð barna og ungmenna. Árið 2012 hlaut Sigrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.

Sigrún er fædd árið 1949. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1969 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Árið 1983 lauk hún BA-prófi í uppeldisfræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Í framhaldi lauk hún bæði meistaraprófi árið 1984 og doktorsprófi árið 1988 frá Harvard University (HGSE) í deildinni Human Development and Psychology.

Sigrún starfaði sem grunnskólakennari á árunum 1970-1976 og tók þátt í námsefnisgerð í samfélagsfræðum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 1973-1983.

Hún hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1988 og unnið með nemendum á námskeiðum sem flest tengjast rannsóknasviðum hennar. Sigrún hefur jafnframt setið í ýmsum nefndum á vegum HÍ og var meðal annars formaður Vísindanefndar háskólaráðs, einnig vísindanefndar ríkisháskóla.

Mynd:

Útgáfudagur

27.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. september 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76376.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76376

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?
Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund. Jafnframt hefur hún kannað og fjallað um hvernig nærumhverfið, fjölskyldan og skólinn, getur styrkt unga fólkið á lífsgöngunni. Hún leggur áherslu á þátt samfélagsins við að skapa aðstæður fyrir foreldra til að efla hæfni sína í foreldrahlutverkinu og fyrir kennara og skólastjórnendur til að vaxa í starfi.

Rannsóknarsvið Sigrúnar eru aðallega þrjú. Fyrstu rannsóknir Sigrúnar beindust að samskiptahæfni grunnskólabarna og hvernig sú hæfni þróast með aldri. Hún kannaði einnig hvernig megi efla þá hæfni í skólastarfi. Í bókinni Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar er greint fá þessum þessum rannsóknum.

Sigrún Aðalbjarnardóttir hefur meðal annars fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund.

Sigrún hefur einnig rannsakað hvernig samskiptahæfni ungmenna á fyrri hluta unglingsára tengist öðrum sviðum þroska þeirra fram á þrítugsaldur, meðal annars sjálfsáliti þeirra og trú á eigin sjálfstjórnun; einnig líðan þeirra, vímuefnaneyslu og námsgengi. Í þriðja lagi hefur Sigrún aflað þekkingar og skilnings á borgaravitund ungs fólks í grunn- og framhaldsskóla. Þar er meðal annars leitað eftir hugmyndum þess um lýðræði, viðhorfi til mannréttinda og þeim áhrifum sem unga fólkið vill hafa í samfélagi sínu. Þannig er þeim gefin rödd.

Sigrún hefur hlotið viðurkenningar fyrir vísindastörf sín, meðal annars frá Háskóla Íslands og frá „Saman hópnum“ sem eru samtök fjölmargra aðila, félaga og stofnana sem vinna að velferð barna og ungmenna. Árið 2012 hlaut Sigrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.

Sigrún er fædd árið 1949. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1969 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Árið 1983 lauk hún BA-prófi í uppeldisfræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Í framhaldi lauk hún bæði meistaraprófi árið 1984 og doktorsprófi árið 1988 frá Harvard University (HGSE) í deildinni Human Development and Psychology.

Sigrún starfaði sem grunnskólakennari á árunum 1970-1976 og tók þátt í námsefnisgerð í samfélagsfræðum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 1973-1983.

Hún hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1988 og unnið með nemendum á námskeiðum sem flest tengjast rannsóknasviðum hennar. Sigrún hefur jafnframt setið í ýmsum nefndum á vegum HÍ og var meðal annars formaður Vísindanefndar háskólaráðs, einnig vísindanefndar ríkisháskóla.

Mynd:

...