Ef maður ætlar að taka upp á því að ganga til Plútós þarf að koma til nokkur undirbúningur eins og í öðrum meiri háttar gönguferðum. Miklu skiptir að reikna út hvenær best er að leggja af stað. Brautir reikistjarnanna eru ekki algjörlega hringlaga heldur sporöskjulaga. Þess vegna getur munað töluverðu á fjarlægð þeirra frá sólu, eftir því hvar þær eru staddar í hringferð sinni. Undirritaður myndi leggja af stað þegar jörðin væri sem fjærst sólu, því þá er hún jú nær braut Plútós. En þá er eftir að velja stefnu. Reikna þyrfti út meðalgönguhraða og finna út hvenær og hvernig maður myndi hitta á Plútó í sólnánd. Ef við gerum ráð fyrir að gönguhraði í geimnum sé svipaður og á jörðu niðri (um 5 km á klukkustund) má reikna það út að gangan tæki 584.200.000 klukkustundir. Umreiknað í ár eru það um 66.700 ár. En þetta segir nú ekki alla söguna. Menn geta ekki gengið allan sólarhringinn. Ef við gerum ráð fyrir átta tíma svefni hvern sólarhring tekur gangan ekki minni tíma en 100.000 ár. Við viljum ítreka að mikilvægt er að reikna nákvæmlega út staðinn þar sem mæta skal Plútó. Ef skekkja er í útreikningum og Plútó er nýfarinn framhjá áætluðum stað, yrðu það gífurleg vonbrigði. Þó að Plútó sé nokkuð hægfara fer hann samt með 4,7 km hraða á sekúndu svo að illmögulegt væri að hlaupa hann uppi. Göngumaður þyrfti þá að bíða í 248 ár eftir að Plútó væri búinn með hringinn sinn. Við erum auðvitað vön að ganga á einhverju þegar við göngum, það er að segja til dæmis á jörðinni, á gólfi eða á færibandi í líkamsræktarstöð. Í geimnum er hins vegar ekkert til að ganga á þannig að göngumaður þarf að hugsa fyrir því áður en lagt er af stað. Svo tekur ferðin náttúrlega miklu lengri tíma en eina mannsævi og er því líklega best að hæfilega stór hópur manna leggi af stað og eigi börn á leiðinni. Erfitt getur þó orðið að „jarða” þá sem heltast úr lestinni.
Ef maður ætlar að taka upp á því að ganga til Plútós þarf að koma til nokkur undirbúningur eins og í öðrum meiri háttar gönguferðum. Miklu skiptir að reikna út hvenær best er að leggja af stað. Brautir reikistjarnanna eru ekki algjörlega hringlaga heldur sporöskjulaga. Þess vegna getur munað töluverðu á fjarlægð þeirra frá sólu, eftir því hvar þær eru staddar í hringferð sinni. Undirritaður myndi leggja af stað þegar jörðin væri sem fjærst sólu, því þá er hún jú nær braut Plútós. En þá er eftir að velja stefnu. Reikna þyrfti út meðalgönguhraða og finna út hvenær og hvernig maður myndi hitta á Plútó í sólnánd. Ef við gerum ráð fyrir að gönguhraði í geimnum sé svipaður og á jörðu niðri (um 5 km á klukkustund) má reikna það út að gangan tæki 584.200.000 klukkustundir. Umreiknað í ár eru það um 66.700 ár. En þetta segir nú ekki alla söguna. Menn geta ekki gengið allan sólarhringinn. Ef við gerum ráð fyrir átta tíma svefni hvern sólarhring tekur gangan ekki minni tíma en 100.000 ár. Við viljum ítreka að mikilvægt er að reikna nákvæmlega út staðinn þar sem mæta skal Plútó. Ef skekkja er í útreikningum og Plútó er nýfarinn framhjá áætluðum stað, yrðu það gífurleg vonbrigði. Þó að Plútó sé nokkuð hægfara fer hann samt með 4,7 km hraða á sekúndu svo að illmögulegt væri að hlaupa hann uppi. Göngumaður þyrfti þá að bíða í 248 ár eftir að Plútó væri búinn með hringinn sinn. Við erum auðvitað vön að ganga á einhverju þegar við göngum, það er að segja til dæmis á jörðinni, á gólfi eða á færibandi í líkamsræktarstöð. Í geimnum er hins vegar ekkert til að ganga á þannig að göngumaður þarf að hugsa fyrir því áður en lagt er af stað. Svo tekur ferðin náttúrlega miklu lengri tíma en eina mannsævi og er því líklega best að hæfilega stór hópur manna leggi af stað og eigi börn á leiðinni. Erfitt getur þó orðið að „jarða” þá sem heltast úr lestinni.