Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?

Skipta ber Víetnamstríðinu í tvö aðskilin skeið. Hið fyrra var stríð Frakka til að halda nýlendu sinni Víetnam og hindra að þjóðernisssinnaðir kommúnistar næðu henni á vald sitt. Þetta nýlendustríð hófst 1945 og stóð til 1954. Hitt Víetnamstríðið hófst smám saman á árunum um og eftir 1960, var komið í fullan gang ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...

category-iconHeimspeki

Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

Sögnin “að vera” getur haft þrjár mismunandi merkingar sem hljóta mismunandi meðhöndlun í rökfræði. "Að vera" má ýmist nota til að mynda umsögn, tilvistarstaðhæfingu eða staðhæfingu um samsemd. Þessu er best lýst með dæmum: Umsögn: "Snælda er köttur." Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við? Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók H...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur því að jörðin er kringlótt?

Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? en þar kemur fram að kúlulögun sólstjarna, reikistjarna og tungla stafar af þyngdarkraftinum. Þegar reikistjörnur myndast, safnast gas í geimnum saman í kekki sem dragast saman vegna aðdráttar agnanna í kekkjunum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara fuglar að því að drekka?

Upprunalega hljóðar spurningin svona: Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir? Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar ...

category-iconFöstudagssvar

Þarf maður að eiga foreldra?

Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

category-iconMálvísindi: almennt

Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvaða kostir og ókostir eru við fleiri en eitt tungumál? Hvað heldur okkur frá því að hafa bara eitt mál fyrir alla jörðina? Endur fyrir löngu trúðu menn því að eitt mál hefði verið talað um alla jörðina. Í 11. kafla Fyrstu Mósebókar segir: Öll jörðin hafði eitt tungu...

category-iconHeimspeki

Er hægt að "borða" með einhverju öðru en munninum?

Svarið við þessu ræðst af því hvaða merkingu menn leggja í sögnina að borða. Næringarefni geta vissulega borist inn í líkamann eftir öðrum leiðum. Það er til dæmis alþekkt að fólki sé gefin næring í æð: nokkurs konar nál sé stungið í eina af stærri æðum líkamans, tengd við hana slanga og vökva með næringarefnum dæ...

category-iconHugvísindi

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

category-iconHugvísindi

Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?

Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...

category-iconEfnafræði

Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hinsegin?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið hinsegin? Getur verið að það hafi upprunalega verið hins veginn? Orðið hinsegin er gamalt í málinu og talið vera einhvers konar sambræðingur úr hins vegar og (á) hinn veginn. Í Flateyjarbók frá lokum 14. aldar segir (með nútímastafsetningu): „Konungur leit t...

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

Fleiri niðurstöður