Ég var í Laugardalslauginni í dag og kom þar auga á skilti fyrir ofan þeytivindu inni í kvennaklefanum. Á henni var útskýrt hvernig maður þurrkar sundfötin en þar stóð eitthvað á þessa leið: „Setjið sundfatið ofan í.“ Þannig að mín spurning er: Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Samanber Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls Á Fésbókinni er hópur sem heitir Stafsetningarperrinn en þar eru nokkrir sem vilja meina að sundfat sé rétt, til dæmis:Orðið fat í merkingunni ‘flík, fatnaður’ þekkist þegar í fornu máli og hefur verið notað allt til þessa dags. Það var og er notað í eintölu þegar um eina flík er að ræða, samanber þessa heimild úr Ritmálssafni Orðabókar háskólans:Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá árinu 1864 segir um þá sem ekki fengu flík í jólagjöf: „hinir sem ekkert nýtt fat fengu fóru allir í jólaköttinn.“ Það er því engin ný bóla að fat sé eintöluorð, en föt í fleirtölu.
Lengi var lítið skeitt um annan lærdóm fyrir kvennfólk en að koma „ull í fat og mjólk í mat“.Orðið sundföt þekkist einnig þegar í fornu máli og er í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896: 599) sagt fleirtöluorð. Þannig er það einnig sett upp sem fletta í Íslenskri orðabók (2002: 1517):
Sund-föt HK FT föt til að synda í, sbr. sundskýla, sundbolur.Fleirtölunotkunin helgast líklega af því að menn voru öðruvísi klæddir hér áður fyrr þegar þeir lögðu til sunds eins og sjá má á gömlum myndum, oft í tvískiptum flíkum, eins konar skyrtum og að minnsta kosti hálfsíðum buxum. Heimildir:
- Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III. Bindi. Kristiania. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
- Swimsuit - Wikipedia. (Sótt 31.10.2016).