Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 452 svör fundust
Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?
Þótt plöntur séu rótfastar og geti ekki flúið árás afræningja eru þær alls ekki varnarlausar. Plöntur nota mismunandi aðferðir til að verjast afræningjum og hefur maðurinn nýtt sér þekkingu á vörnum plantna til að rækta afbrigði af nytjaplöntum með innbyggðar varnir á sama hátt og gert hefur verið fyrir aðra ákjós...
Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?
Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...
Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?
Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...
Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...
Hvað er vísindaleg aðferðafræði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er vísindaleg aðferðafræði? Hver eru helstu skref vísindalegrar aðferðafræði? Svarið við þessari spurningu er bæði umdeilt og flókið. Ástæðan er meðal annars sú að aðferðafræði vísinda er afar ólík á milli vísindagreina – til dæmis notast félagsvísindi oft við...
Hvernig er öruggast að geyma rafræn gögn?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að framtíðartryggja sig gegn úreldingu sniða? Hvaða aðferðir eru notaðar við varðveislu rafrænna gagna? Hvernig fara þjóðskjalasöfn að því að geyma rafræn gögn? Til að svara spurningu um varðveislu rafrænna gagna er fyrst rétt að skoð...
Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?
Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...
Hefur flatormurinn Artioposthia triangulata fundist á Íslandi?
Flatormar (Platyhelminthes) mynda sérstaka fylkingu dýra. Líkamsbygging þeirra er mjög einföld. Þeir eru flatvaxnir eins og nafnið bendir til og flestar tegundirnar eru smávaxnar. Meltingarkerfið er einfalt og vantar endaþarm. Líkaminn er myndaður úr þremur veflögum en ekkert eiginlegt lífhol er í flatormum. ...
Hvað er fiskeldi?
Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...
Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?
Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?
Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða ...
Af hverju getur fólk ekki flogið?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er engin ástæða til þess fyrir tegundina Homo sapiens að geta flogið. Þróunarsaga okkar hefði þá orðið allt önnur og við hefðum sjálfsagt týnt eða misst af ýmsum öðrum gagnlegum eiginleikum í staðinn. Þessari spurningu má svara á marga vegu. Þegar við lítum yfir...
Er bannað að rassskella börn á Íslandi?
Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...
Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?
Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, a...