- Varnir sem gera skordýrum erfitt fyrir að éta plöntuna, svo sem hár á laufum, þyrnar, vaxhúð á laufum og þykkur þekjuvefur.
- Efni sem hafa neikvæð áhrif á upptöku næringarefna (e. digestibility reducers) og geta líka valdið eyðingu munnparta sem skordýrið notar til að éta, eins og til dæmis kísill sem leiðir til þess að skordýrin fá ekki næga næringu og þrífast þar af leiðandi verr.[1]
- Eiturefni (e. toxins) sem plantan býr til og eru skaðleg skordýrunum, til dæmis alkalóíðar (beiskjuefni) og svokallaðir terpenóíðar (e. terpenoids).[2]
- Litur, það er til dæmis þekkt að blaðlýs leggjast síður á rautt hvítkál en hið hefðbundna sem er grænt á lit jafnvel þó rannsóknir á blaðlúsum sýni að þær dafni betur ef þær eru aldar á rauða afbrigðinu.[3]
- Rokgjörn efni (e. volatile organic compounds), sem er lyktin sem plantan gefur frá sér. Lyktin sem plöntur gefa frá sér er misaðlaðandi fyrir skordýr og plöntur geta líka breytt því hvernig þær lykta. Þar er vel þekkt að ef planta nemur að skordýr hefur verpt eggi á hana eða er byrjað að éta hana, þá getur hún breytt lyktinni sem hún gefur frá sér til að kalla á skordýr, eins og maríubjöllur, sem éta minni skordýr og hjálpa þar með plöntunni.[4]
- Laumusveppir sem tengjast rótarkerfi plantna og framleiða eiturefni er hafa neikvæð áhrif á skordýr í skiptum fyrir næringu frá plöntunni.
- ^ Sjá til dæmis Massey & Hartley (2008) Journal of Animal Ecology 78 (1) 281-291.
- ^ Wittstock & Gerschenzon (2002) Current Opinion in Plant Biology 5 (4) 300-307.
- ^ van Emden (2007) Aphids as Crop Pests, bls. 447-462.
- ^ Pickett et al. (2014) Philosophical Transactions of the Royal Society B, 369: 20120281.
- Thorns | Clare Black | Flickr:. Myndrétthafi er Clare Black. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 05.10.2016).
- Red cabbage - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 05.10.2016).