Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1349 svör fundust
Er tími í raun og veru til?
Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrú...
Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?
Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefu...
Hvernig verkar hátalari?
Hátalarar eru órjúfanlegur þáttur í okkar daglega lífi og er hlutverk þeirra að taka við upplýsingum á formi rafbylgna eða -sveiflna og skila þeim sem hljóðbylgjum. Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur sem hægt er að geyma eða senda langar vegalengdir. Hátalarar nema rafbylgjurnar og túlka þær til baka í h...
Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?
Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd. Mynd 1. Litróf ve...
Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...
Hversu löng er „langa hríð“?
Í heild hljóðaði spurninginni svona:Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi. Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandam...
Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?
Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og ...
Hvers konar verk er Vídalínspostilla?
Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið...
Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?
Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Hvaðan kemur nafnið geitungur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...
Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?
Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...
Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?
Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...
Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?
Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...