Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1024 svör fundust
Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?
Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...
Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband
Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...
Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?
Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...
Af hverju er orðið refskák dregið?
Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299. Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eð...
Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?
Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt. Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-b...
Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?
Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...
Hvað varð um „frú klukku“?
Ekki er víst að allir lesendur þessa svars þekki „frú klukku“. Það var í raun símanúmer sem las upp hvað klukkan var þegar hringt var í það. Lengi vel voru það raddir kvenna sem sögðu hvað tímanum liði en síðustu árin var það karlmannsrödd, þannig að „herra klukka“ var kannski réttnefni undir lokin. Áratugum s...
Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?
Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hver er gjaldmiðillinn í Prag?
Gjaldmiðill Tékkklands (og þar með höfuðborgarinnar Prag) heitir koruna, eða tékkneska krónan (CZK eða Kč). Ein tékknesk króna skiptist svo í hundrað hali eða hellera (h). Tékknesku seðlarnir skiptast í 5000, 2000, 1000, 500, 200, 100, 50 og 20 CZK en myntin skiptist í 50, 20, 10, 5, 2, og 1 CZK og 50 h....
Hvernig fundu Egyptar stærðfræðiformúlur sínar, til dæmis formúluna fyrir rúmmáli píramída sem skorið er ofan af?
Oft er spurt hvenær og hvernig stærðfræðiformúlur hafi orðið til. Um sumar formúlur er vitað með vissu en saga annarra er hulin í blámóðu fortíðarinnar. Einstaka sinnum bregður þó birtu á fornar athuganir. Vitað er um háþróaða menningu meðal Egypta í Nílardalnum allt að þremur árþúsundum fyrir Krists burð. Með...
Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson) Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson) Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson) Hvað er ljósið lengi frá sólu til jar...
Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?
Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...
Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...
Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?
Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...