Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8275 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?

Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?

Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...

category-iconEfnafræði

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er gull svo verðmætt?

Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?

Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er koffín í appelsíni?

Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekni...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?

Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...

category-iconNæringarfræði

Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?

Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?

Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik. 5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er myrkur?

Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?

Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Kallmansheilkenni?

Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er Reynisvatn myndað?

Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum: Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn. Jökulker eru dældir ef...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tunguhaft?

Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt. Hjá ...

Fleiri niðurstöður