Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3259 svör fundust
Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?
Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...
Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?
Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...
Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?
Öll spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér til um hvenær staratímabilið er? Getur verið að starinn sé kominn með hreiður á húsinu mínu núna 15 mars? Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum. Það er...
Hvernig gekk Grenvíkingum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Grenivík laugardaginn 19. maí 2018. Vísindavefur Háskóla Íslands lagði fyrir Grenvíkinga og aðra góða gesti ýmsar þrautir að spreyta sig á. Þrautirnar voru 7 talsins, meðal annars Gáta Einsteins, kúlupíramídi, ferningsþraut og litapúsl. Enginn náði að leysa allar þ...
Heitir borð þessu nafni vegna þess að við borðum við það eða er sögnin leidd af orðinu borð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Köllum við borð þessu nafni því við borðum við það eða segjumst við “borða” því við borðum við borð? Hvort er nefnt eftir hverju? Sögnin að borða þekkist þegar í fornu máli en þá virðist merkingin vera ‘ganga eða sitja til borðs til þess að matast’ og ‘framreiða mált...
Hvað er að standa á gati?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...
Hvað gerist ef sæstrengur rofnar og hvað tekur viðgerð langan tíma?
Fjórir sæstrengir tengja Ísland við umheiminn og nánast öll fjarskipti Íslands við önnur lönd fara um þessa strengi. Sæstrengir eru því ein af lífæðum samfélagins á líkan hátt og innflutningur á matvælum eða innlend matvælaframleiðsla. Strengirnir DANICE, ÍRIS og FARICE-1 eru í eigu Íslendinga og um þá fer lang...
Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...
Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?
Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir. Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. ...
Hvaða gas var notað í loftskip?
Til þess að loftbelgur eða annað ílát geti lyfst frá jörð þarf hluturinn í heild að vera léttari en loftið sem hann ryður frá sér. Það er lögmál Arkímedesar sem segir til um þetta. Umbúðirnar eru þyngri í sér en loft, svo og burðarkörfur og farmur sem ætlunin er að lyfta. Því þarf gasið í loftbelgnum eða loftskipi...
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Hvað hét hestur Alexanders mikla?
Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Deman...