Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7026 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lágþrýstingur?

Yfirleitt er lágþrýstingur miðaður við efri mörk blóðþrýstings lægri en 90 mm Hg (millimetrar kvikasilfurs) eða lægri mörk blóðþrýstings lægri en 60 mm Hg. Ástæður fyrir lágþrýstingi geta verið allt frá ofþornun vegna vökvaskorts í líkamanum til vandamála sem tengjast því hvernig heilinn sendir boð til hjartans um...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur Hulk hoppað út í geim?

Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?

Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni. Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins...

category-iconLögfræði

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?

Friðrik Magnus er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans og leggur stund á rannsóknir í efniseðlisfræði. Sérsvið hans er þróun nýrra fastra efna, sér í lagi segulefna, með aðferðum nanótækninnar. Föst efni svo sem málmar, hálfleiðarar og einangrarar eru undirstaða allrar tækni. Allt frá bronsöld til okk...

category-iconEfnafræði

Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gott eða vont að nýta notaðan kaffikorg í garðinn/ræktun? Ef það er gott í hvaða tilfellum? Það er mikið af misvísandi upplýsingum á vefnum en margir vilja endurnýta og vera vistvænir. Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda. Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar? Þ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er hægt að reikna út rúmmál fjalla, t.d. rúmmál Esjunnar?

Upprunalega spurningin með nánari skýringu spyrjanda hljóðaði svona: Hvert er áætlað rúmmál Esjunnar? Ég skal viðurkenna að þrátt fyrir að ég hafi gengið yfir Esjuna, upp frá Þverfellshorni og niður að Meðalfellsvatni, hafði ég ekki hugsað út í þá staðreynd að Esjan sé með alla þessa "anga" sem gerir verkefnið...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru erfðaupplýsingar?

Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?

Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...

category-iconHugvísindi

Hvernig breiddist íslam út?

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...

category-iconHeimspeki

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rúmfræði?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...

Fleiri niðurstöður