Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda.Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar?Þegar plöntur ljóstillífa nýta þær sér koltvíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu og vatn úr jarðveginum sem hráefni og sólarljós sem orkugjafa til að mynda kolvetni eða sykur. Kolvetnin eru síðan notuð til að búa til aðrar kolefnissameindir, til dæmis til að mynda stoðvefi (við), forðanæringu (fjölsykrur og fituefni), amínósýrur (sem mynda prótín), kjarnsýrur (erfðaefni) og fleiri lífrænar sameindir. Þar með er búið að binda kolefni úr andrúmsloftinu í gróðri.
- The Conversation. Upprunalega frá UK Forest Research. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International (CC BY 4.0) leyfi. (Sótt 20.3.2023)
- Skógræktin. Höfundur myndar: Pétur Halldórsson. (Sótt 20.3.2023).