Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?

Arnór Snorrason

Spurningin í heild hljóðaði svona:
Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda.

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar?

Þegar plöntur ljóstillífa nýta þær sér koltvíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu og vatn úr jarðveginum sem hráefni og sólarljós sem orkugjafa til að mynda kolvetni eða sykur. Kolvetnin eru síðan notuð til að búa til aðrar kolefnissameindir, til dæmis til að mynda stoðvefi (við), forðanæringu (fjölsykrur og fituefni), amínósýrur (sem mynda prótín), kjarnsýrur (erfðaefni) og fleiri lífrænar sameindir. Þar með er búið að binda kolefni úr andrúmsloftinu í gróðri.

Þegar skógur vex upp á skóglausu landi eykst kolefniforði landsins sem nemur kolefnisforðanum í trjánum en einnig á sér stað binding á öðrum stöðum í skóginum.

Þegar skógur vex upp á skóglausu landi eykst kolefniforði landsins sem nemur kolefnisforðanum í trjánum en einnig á sér stað binding á öðrum stöðum í skóginum. Þegar trén eldast og drepast fara þau að brotna niður. Kolefnið sem í þeim er fer þó ekki strax út í andrúmsloftið heldur staldrar við sem dauður viður og dautt efni (svo sem greinar, lauf og nálar) á skógarbotni. Þetta dauða kolefni nýtist sem næring fyrir niðurbrotslífverur (skordýr, örverur og sveppi) og byggir upp kolefnisforða þessara lífvera í skógarbotni og jarðvegi. Að lokum skila þessar lífverur hluta af kolefninu til jarðvegsins og það binst þar til lengri tíma. Við niðurbrot fer þó mest af kolefninu í öndun niðurbrotslífveranna og skilar sér aftur út í andrúmsloftið. Kolefnisforði skógarins heldur þó velli því að þegar tré deyr myndast lífsrými fyrir nýja einstaklinga sem taka við keflinu. Þannig kemst á jafnvægi í skógarvistkerfinu sem viðheldur kolefnisforða trjánna og líka annarra forða svo sem í dauðu lífrænu efni og í jarðvegi. Á norðlægum slóðum hefur kolefni í jarðvegi og dauðu lífrænu efni í skógum verið að aukast hægt og bítandi allt frá lokum síðustu ísaldar.

Nýgrisjaður stafafuru- og lerkiskógur. Myndin er tekin í Vaglaskógi haustið 2014.

Þegar viður er brenndur fer allt kolefnið aftur á móti strax út í andrúmsloftið í stað þess að rotna hægt og bítandi og skila hluta af kolefninu inn í hringrás kolefnis í lífríkinu, eins og lýst er hér að ofan. Þess skal getið að viður sem ekki er í snertingu við jarðveg (ofan jarðar) getur varðveist lítið niðurbrotinn í marga áratugi á norðlægum slóðum.

Myndir:

Höfundur

Arnór Snorrason

skógfræðingur hjá Skógræktinni

Útgáfudagur

28.3.2023

Síðast uppfært

29.3.2023

Spyrjandi

Hilmar Karlsson, Heimir Ólason

Tilvísun

Arnór Snorrason. „Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84017.

Arnór Snorrason. (2023, 28. mars). Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84017

Arnór Snorrason. „Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda.

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar?

Þegar plöntur ljóstillífa nýta þær sér koltvíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu og vatn úr jarðveginum sem hráefni og sólarljós sem orkugjafa til að mynda kolvetni eða sykur. Kolvetnin eru síðan notuð til að búa til aðrar kolefnissameindir, til dæmis til að mynda stoðvefi (við), forðanæringu (fjölsykrur og fituefni), amínósýrur (sem mynda prótín), kjarnsýrur (erfðaefni) og fleiri lífrænar sameindir. Þar með er búið að binda kolefni úr andrúmsloftinu í gróðri.

Þegar skógur vex upp á skóglausu landi eykst kolefniforði landsins sem nemur kolefnisforðanum í trjánum en einnig á sér stað binding á öðrum stöðum í skóginum.

Þegar skógur vex upp á skóglausu landi eykst kolefniforði landsins sem nemur kolefnisforðanum í trjánum en einnig á sér stað binding á öðrum stöðum í skóginum. Þegar trén eldast og drepast fara þau að brotna niður. Kolefnið sem í þeim er fer þó ekki strax út í andrúmsloftið heldur staldrar við sem dauður viður og dautt efni (svo sem greinar, lauf og nálar) á skógarbotni. Þetta dauða kolefni nýtist sem næring fyrir niðurbrotslífverur (skordýr, örverur og sveppi) og byggir upp kolefnisforða þessara lífvera í skógarbotni og jarðvegi. Að lokum skila þessar lífverur hluta af kolefninu til jarðvegsins og það binst þar til lengri tíma. Við niðurbrot fer þó mest af kolefninu í öndun niðurbrotslífveranna og skilar sér aftur út í andrúmsloftið. Kolefnisforði skógarins heldur þó velli því að þegar tré deyr myndast lífsrými fyrir nýja einstaklinga sem taka við keflinu. Þannig kemst á jafnvægi í skógarvistkerfinu sem viðheldur kolefnisforða trjánna og líka annarra forða svo sem í dauðu lífrænu efni og í jarðvegi. Á norðlægum slóðum hefur kolefni í jarðvegi og dauðu lífrænu efni í skógum verið að aukast hægt og bítandi allt frá lokum síðustu ísaldar.

Nýgrisjaður stafafuru- og lerkiskógur. Myndin er tekin í Vaglaskógi haustið 2014.

Þegar viður er brenndur fer allt kolefnið aftur á móti strax út í andrúmsloftið í stað þess að rotna hægt og bítandi og skila hluta af kolefninu inn í hringrás kolefnis í lífríkinu, eins og lýst er hér að ofan. Þess skal getið að viður sem ekki er í snertingu við jarðveg (ofan jarðar) getur varðveist lítið niðurbrotinn í marga áratugi á norðlægum slóðum.

Myndir:...