Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 225 svör fundust
Er hægt að nota töluorð um fólk og segja t.d. 1000 starfsfólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Telst eftirfarandi setning rétt samkvæmt íslenskri málfræði? Hvernig er hægt að orða þetta svo það falli að íslenskri málfræði? Setning: Fyrirtækið er með skrifstofur í 19 löndum, yfir 1000 starfsfólk í 19 löndum. Orðið fólk er í hópi svokallaðra safnheita, en með því er átt v...
Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...
Hvað er Falun Gong?
Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega end...
Hvað er kona?
Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...
Hver er skoðun Humes á Guði?
Segjast verður að David Hume (1711-1776) hafði enga skýra „skoðun á Guði“. Hann gerði að vísu greinarmun á sannri og ósannri trú en var heldur fámáll um hvað fælist í hinni fyrrnefndu. Eftir að hafa kastað sinni kalvínsku barnatrú virtist eðli Guðs og annað þess háttar einfaldlega ekki hafa verið honum sérlega hug...
Er vitað um hákarlaárásir á menn við Ísland?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hefur hákarl einhvern tíma ráðist mann í kringum Ísland? Ef ekki, er þá til eitthvert dýr við Ísland sem mundi ráðast á mann ef það gæti það?Hér er einnig svarað spurningunum:Er vitað um einhver tilvik þar sem hákarl hefur ráðist á einhverja skepnu við Ísland?Geta selir við Í...
Hver er ævisaga Bobs Marleys?
Bob Marley eða Robert Nesta Marley eins og hann hét fullu nafni, fæddist 6. febrúar 1945 á eyjunni Jamaíku í Karabíska hafinu. Þekktastur er hann fyrir framlag sitt til reggítónlistar, en hann gerði lög eins og 'No woman no cry' og 'I shot the sheriff' ódauðleg. Faðir Marleys var hvítur plantekrustjóri að nafni...
Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...
Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?
Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...
Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?
Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km ...
Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...
Er íslenski hesturinn smáhestur?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti? Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hrein...
Má ég heita fjórum nöfnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...
Er betra að fara með jarðtengingu húsa niður á fast sem kallað er?
Svarið er nei. Slík ráðstöfun fjármuna byggist á því að menn rugla saman tveimur allsendis óskyldum hlutum. Annars vegar er vissulega æskilegt að fara með undirstöður húss niður á fast til að húsið hreyfist síður. Hins vegar er jarðtenging síst betri ef hún nær niður á fast því að rafleiðni í jörðinni er síst meir...
Er munur á körlum og konum sem uppalendum?
Í aðalatriðum er minni munur á körlum og konum sem uppalendum en sá munur sem er á körlum innbyrðis og konum innbyrðis. Fólk elur börn sín upp með mismunandi hætti og sá mismunur fer eftir mörgu öðru frekar en kynferði foreldranna. Til dæmis tekur fólk með sér sem foreldrar mismunandi reynslu frá eigin uppeldi og ...