Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er íslenski hesturinn smáhestur?

Guðrún Stefánsdóttir

Upprunalega spurningin var:

Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti?

Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hreinræktaður. Íslendingar hafa alltaf kallað hann hest en ekki smáhest og sama málhefð er í öllum þeim rúmlega 30 löndum þar sem hann er haldinn.

Víða erlendis er hefðin sú að eingöngu börn ríða smáhestum. Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur hins vegar tíðkast að bæði fullorðnir og börn ríði íslenska hestinum enda var hann nauðsynlegur fararskjóti á veglausu landinu allt þar til vélknúin farartæki komu á 20. öldinni. Í dag er hann notaður af fullorðnum jafnt sem börnum í almennar útreiðar, hestaferðalög, í reiðskólum, fjölbreyttum keppnisíþróttum og sýningum í rúmlega 30 þjóðlöndum.

Víða erlendis er hefðin sú að eingöngu börn ríða smáhestum. Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur tíðkast að bæði fullorðnir og börn ríði íslenska hestinum.

Það er því góð reynsla af því að bæði fullorðnir og börn ríði íslenska hestinum. Rannsóknir hafa líka staðfest að lífeðlisfræðilega ræður hann vel við að bera fullorðna knapa. Í raun hefur íslenski hesturinn verið ræktaður sérstaklega með það að markmiði að geta verið reiðskjóti fullorðinna. Allt frá því að farið var að nota stigskipta einkunnagjöf við mat á kynbótahrossum (1950) hafa gangtegundir þeirra, vilji og framganga verið metin í reið, þannig að ætla má að til framræktunar hafi verið valin þau hross sem hreyfa sig best undir knapa. Þeir eiginleikar hestsins sem styðja mest að hann verðskuldi að kallast hestur en ekki smáhestur eru einmitt hinir miklu reiðhestshæfileikar sem hann býr yfir, fjölhæfni á gangi (fimm gangtegundir), hraðinn, krafturinn og úthaldið. Að þessu leyti stenst íslenski hesturinn samanburð við mörg erlend og stærri reiðhestakyn og hefur jafnvel meiri reiðhestshæfileika en þau.

Það er þó hægt að færa ákveðin rök fyrir því út frá líkamsbyggingu og líffræðilegum eiginleikum íslenska hestsins að hann ætti að flokkast fremur sem smáhestur en hestur. Í fyrsta lagi er hann fremur smár, en víða erlendis er miðað við ákveðna hæð á herðar (147 cm) þegar skilið er á milli smáhesta og hesta. Meðalhæð íslenska hestakynsins hefur aukist umtalsvert frá upphafi skipulegs ræktunarstarfs um aldamótin 1900, en hún er núna um 141 cm, og stóðhestar eru að meðaltali stærri en hryssur. Það er einnig mikill breytileiki í stærðinni innan stofnsins og einhver hluti hans er hærri en 147 cm.

Í öðru lagi eru margir lífeðlisfræðilegir eiginleikar svo sem fóðurþarfir, melting, efnaskipti og átgeta, sem greina á milli smáhesta og hesta. Til eru rannsóknir sem sýna að smáhestar hafa meiri hæfileika en hestar til að þrífast betur á trénisríku fóðri (grasi og heyi). Enn fremur hafa þeir oft heldur minni orkuþörf en hestar og eru gjarnan metnir vera þurftalitlir (e. easy keeper) og fitna margir auðveldlega (miklir fitusöfnunarhæfileikar). Samanborið við hesta ráða efnaskipti og melting smáhesta líka verr við mikið magn af einföldum kolvetnum í fóðri sem finnast í umtalsverðu magni í korni og kjarnfóðri.

Rannsóknir sýna að smáhestar hafa meiri hæfileika en hestar til að þrífast betur á trénisríku fóðri (grasi og heyi). Smáhestar hafa einnig oft heldur minni orkuþörf en hestar og eru gjarnan metnir vera þurftalitlir.

Það eru því rök bæði með og á móti því að kalla íslenska hestinn frekar hest en smáhest. Ákveðnir líffræðilegir og lífeðlisfræðilegir eiginleikar mæla á móti því að hann sé hestur en reiðhestshæfileikar, notkun og aldalöng málhefð mælir hins vegar með því að hann sé kallaður hestur. Þegar þetta er metið saman ættum við að halda okkur við að tala um íslenska hestinn sem hest en ekki smáhest.

Myndir:
  • Úr safni höfundar.

Höfundur

Guðrún Stefánsdóttir

dósent við Háskólann á Hólum

Útgáfudagur

4.3.2021

Spyrjandi

Solveig Karlsdóttir, Solveig Wagner

Tilvísun

Guðrún Stefánsdóttir. „Er íslenski hesturinn smáhestur?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81155.

Guðrún Stefánsdóttir. (2021, 4. mars). Er íslenski hesturinn smáhestur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81155

Guðrún Stefánsdóttir. „Er íslenski hesturinn smáhestur?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81155>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er íslenski hesturinn smáhestur?
Upprunalega spurningin var:

Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti?

Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hreinræktaður. Íslendingar hafa alltaf kallað hann hest en ekki smáhest og sama málhefð er í öllum þeim rúmlega 30 löndum þar sem hann er haldinn.

Víða erlendis er hefðin sú að eingöngu börn ríða smáhestum. Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur hins vegar tíðkast að bæði fullorðnir og börn ríði íslenska hestinum enda var hann nauðsynlegur fararskjóti á veglausu landinu allt þar til vélknúin farartæki komu á 20. öldinni. Í dag er hann notaður af fullorðnum jafnt sem börnum í almennar útreiðar, hestaferðalög, í reiðskólum, fjölbreyttum keppnisíþróttum og sýningum í rúmlega 30 þjóðlöndum.

Víða erlendis er hefðin sú að eingöngu börn ríða smáhestum. Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur tíðkast að bæði fullorðnir og börn ríði íslenska hestinum.

Það er því góð reynsla af því að bæði fullorðnir og börn ríði íslenska hestinum. Rannsóknir hafa líka staðfest að lífeðlisfræðilega ræður hann vel við að bera fullorðna knapa. Í raun hefur íslenski hesturinn verið ræktaður sérstaklega með það að markmiði að geta verið reiðskjóti fullorðinna. Allt frá því að farið var að nota stigskipta einkunnagjöf við mat á kynbótahrossum (1950) hafa gangtegundir þeirra, vilji og framganga verið metin í reið, þannig að ætla má að til framræktunar hafi verið valin þau hross sem hreyfa sig best undir knapa. Þeir eiginleikar hestsins sem styðja mest að hann verðskuldi að kallast hestur en ekki smáhestur eru einmitt hinir miklu reiðhestshæfileikar sem hann býr yfir, fjölhæfni á gangi (fimm gangtegundir), hraðinn, krafturinn og úthaldið. Að þessu leyti stenst íslenski hesturinn samanburð við mörg erlend og stærri reiðhestakyn og hefur jafnvel meiri reiðhestshæfileika en þau.

Það er þó hægt að færa ákveðin rök fyrir því út frá líkamsbyggingu og líffræðilegum eiginleikum íslenska hestsins að hann ætti að flokkast fremur sem smáhestur en hestur. Í fyrsta lagi er hann fremur smár, en víða erlendis er miðað við ákveðna hæð á herðar (147 cm) þegar skilið er á milli smáhesta og hesta. Meðalhæð íslenska hestakynsins hefur aukist umtalsvert frá upphafi skipulegs ræktunarstarfs um aldamótin 1900, en hún er núna um 141 cm, og stóðhestar eru að meðaltali stærri en hryssur. Það er einnig mikill breytileiki í stærðinni innan stofnsins og einhver hluti hans er hærri en 147 cm.

Í öðru lagi eru margir lífeðlisfræðilegir eiginleikar svo sem fóðurþarfir, melting, efnaskipti og átgeta, sem greina á milli smáhesta og hesta. Til eru rannsóknir sem sýna að smáhestar hafa meiri hæfileika en hestar til að þrífast betur á trénisríku fóðri (grasi og heyi). Enn fremur hafa þeir oft heldur minni orkuþörf en hestar og eru gjarnan metnir vera þurftalitlir (e. easy keeper) og fitna margir auðveldlega (miklir fitusöfnunarhæfileikar). Samanborið við hesta ráða efnaskipti og melting smáhesta líka verr við mikið magn af einföldum kolvetnum í fóðri sem finnast í umtalsverðu magni í korni og kjarnfóðri.

Rannsóknir sýna að smáhestar hafa meiri hæfileika en hestar til að þrífast betur á trénisríku fóðri (grasi og heyi). Smáhestar hafa einnig oft heldur minni orkuþörf en hestar og eru gjarnan metnir vera þurftalitlir.

Það eru því rök bæði með og á móti því að kalla íslenska hestinn frekar hest en smáhest. Ákveðnir líffræðilegir og lífeðlisfræðilegir eiginleikar mæla á móti því að hann sé hestur en reiðhestshæfileikar, notkun og aldalöng málhefð mælir hins vegar með því að hann sé kallaður hestur. Þegar þetta er metið saman ættum við að halda okkur við að tala um íslenska hestinn sem hest en ekki smáhest.

Myndir:
  • Úr safni höfundar.
...