Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 397 svör fundust
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?
Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...
Ef aðili leigir húsnæði og er með þinglýstan húsaleigusamning, getur nýr eigandi húsnæðis hækkað leiguna óforvarandis?
Stutt svar við þessari spurningu er einfaldlega nei! Lengra svarið er þetta: Á Íslandi eru í gildi húsaleigulög nr. 36/1994 (hll.) og um framsal leiguréttar við sölu leiguhúsnæðis er kveðið á í 42. gr. þeirra laga, en 1.-4. mgr. 42. gr. hljóðar svo:Sala leiguhúsnæðis er ekki háð samþykki leigjanda. Leigusala er...
Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu?
Vísitala byggingarkostnaðar fyrir fjölbýlishús er reiknuð út af Hagstofunni. Á vef Hagstofunnar kemur fram að vísitalan er reiknuð í samræmi við lög nr. 42/1987. Vísitalan er reiknuð mánaðarlega og mælir eins og nafnið gefur til kynna breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss. Í vísitölunni er vinnu og efni ski...
Hvað er að hljóta uppreist æru í lagalegum skilningi?
Uppreist æru felur í stuttu máli í sér að fá að njóta aftur réttinda sem glatast við það að fá fangelsisdóm. Sem dæmi má nefna kjörgengi til Alþingis eins og fram kemur í 4. og 5. grein laga um kosningar til Alþingis. Þar segir:Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hef...
Hvað er kulnun í starfi og hvað er helst til ráða?
Hugtakið kulnun í starfi, út-bruni (burn-out) kom fram í kringum árið 1974. Á undanförnum áratugum hefur verið mikil gróska í rannsóknum á kulnun í starfi og margar greinar birst um það efni. Það hefur þó staðið rannsóknum nokkuð fyrir þrifum að kulnun í starfi hefur verið skilgreind á nokkra mismunandi vegu, og e...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðal...
Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?
Algeng þyngd hreindýra (Rangifer tarandus), það er karldýra, er að jafnaði í kringum 160-185 kg en kvendýrin eru nokkuð minni eða að jafnaði um 80-120 kg. Að vísu getur stærð hreindýra verið allbreytileg eftir stofnum og deilitegundum en hreindýrum er skipt niður í nokkrar deilitegundir enda lifa þau villt allt í ...
Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í réttarríki er gert ráð fyrir að ef einn veldur öðrum tjóni skal sá hinn sami bæta það tjón. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja fyrir tjón sem þær geta valdið? Þegar bú fjármálafyrirtækis eru tekin til skipta er ekki farið eft...
Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?
Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...
Getið þið sagt mér hvað spunatala er?
Spuni (e. spin) er grundvallareiginleiki allra einda sem byggja upp kraftsvið. Hann er einnig grundvallareiginleiki öreinda sem allt efni í alheiminum er sett saman úr, en það eru eindir á borð við ljóseindir, róteindir eða atómkjarnar. Spunatala er tala sem ákvarðar stærð og stefnu viðkomandi spunaeiginleika. ...
Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í þeim tilgangi samþykkti Alþingi lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum en samkvæmt þeim er bannað að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og –tölvuleiki, sem og kvik...
Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”! Uppru...
Hver var Spinoza og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Baruch Spinoza (1632 – 1677) fæddist árið 1632 í Amsterdam. Hann ólst upp í samfélagi portúgalskra gyðinga sem höfðu flúið trúarlegar ofsóknir rannsóknarréttarins í heimalandi sínu og sest að í Hollandi. Hann missti móður sína sem barn en faðir hans var þekktur verslunarmaður og fjölskylda hans naut mikils álits, ...