Ofbeldiskvikmynd eða ofbeldistölvuleikur: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum sem teljast geta haft skaðleg áhrif á sálarlíf barna.
Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.Það er með öðrum orðum til þess að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Með þessu ákvæði er viðurkennd sú staðreynd að innan veggja heimilisins eru það ætíð foreldrar sem ákveða endanlega hvaða tölvuleiki og myndefni börn þeirra sjá, hvort sem er í sjónvarpi eða á myndböndum og mynddiskum. Þannig hafa 15 ára gömul börn engan rétt til að horfa á myndir sem eru bannaðar börnum yngri en 14 ára ef mamma og pabbi eru á annarri skoðun. Heimildir og mynd:
- 1944 nr. 33 17. júní / Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
- 2006 nr. 62 13. júní / Lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum .
- þskj. 1025 frumskjal menntmrh., 132. lþ. 695. mál: A eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum (heildarlög) frv. 62/2006.
- Hugi.is - Kvikmyndir - Myndir - Nýjar aldursmerkingar í bíó, sjónvarpi og tölvuleikjum!. (Sótt 19.12.2014).