Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 230 svör fundust
Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?
Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...
Er þrælahald einhvers staðar leyft?
Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, ...
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...
Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru vísbendingar um að almenningur í Króatíu telji þjóðernishreinsanir nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum, sbr. viðbrögð þegar Gótóvína hershöfðingja var sleppt úr fangelsi alþjóðastríðsglæpadómstólsins? Orðið þjóðernishreinsanir er siðferðislegt hugtak en ekki lagaleg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?
Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...
Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?
Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...
Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?
Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...
Hvað getið þið sagt mér um simpansa?
Simpansar (Pan troglodytes) eru ein af fjórum tegundum svokallaðra stórapa (Pongidea). Simpansar lifa í regnskógum og savanna-skóglendi Afríku allt frá Gambíu austur til Viktoríuvatns og norðvesturhéraða Tansaníu. Þeir eru ein tegund en hún greinist í þrjár deilitegundir, sem eru: Pan troglodytes troglodytes (e. c...
Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?
Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefn...
Af hverju eru sum ský hvít en önnur grá?
Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Litir hlutar ráðast af bylgjulengd þess ljóss sem þeir endurkasta, rauðir hlutir endurkasta rauða hlut...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands?
Við erum stödd á vísindavef, og því er nauðsynlegt að byrja á að svara því að vísindalega verður spurningunni ekki svarað beint með ákveðnu ártali. Það er megineinkenni vísinda að svör þeirra eiga að vera efnislega hin sömu hver sem spyr og hver sem svarar. En orðið „merkilegur“ hefur ekki merkingu sem gefur tilef...
Getið þið sagt mér eitthvað um eldsalamöndrur?
Eldsalamöndrur (Salamander salamander, e. Fire Salamanders) eru svartar og skærgular að lit og meðal litskrúðugustu salamandra heims. Þær eru einnig meðal þeirra stærstu en fullvaxnar geta eldsalamöndrur orðið allt að 25 cm langar. Þær eru yfirleitt langlífar og lifa venjulega í 12-20 ár en dæmi eru um dýr sem haf...
Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...