Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?

Ulrika Andersson

Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast Gitmo. Flotastöðin er staðsett á suðvesturhluta Kúbu í einni stærstu og best vernduðu vík í heimi og þar búa um 3000 íbúar.

Saga flotastöðvarinnar er löng og á rætur sínar í stríði sem byrjaði árið 1898 og stóð milli Bandaríkjanna og Spánar. Stríðið hófst við það að eyjarskeggjar á Kúbu reyndu að fá sjálfstæði frá nýlendustjórn Spánverja. Barátta Kúbverja vakti mikla athygli meðal Bandaríkjamanna og ákveðið var að senda bandarískan her til að hjálpa Kúbu í sjálfstæðisbaráttunni. Árangurinn varð sá að Spánn hóf stríð gegn Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn unnu stríðið sem lauk tveimur mánuðum eftir að það hófst. Spánverjar voru neyddir til að afsala sér völdum á Kúbu og eftirláta Bandaríkjunum valdið yfir eynni.

Í stríðinu höfðu Bandaríkjamenn notað Guantánamo-flóann sem flotastöð. Þar tóku skip þeirra eldsneyti, sem í þá daga voru kol. Eftir stríðið fékk Kúba sjálfstæði og var landið í miklum tengslum við Bandaríkin fram að byltingunni 1959. Árið 1903 gerðu Bandaríkjamenn og Kúbverjar milliríkjasamning sem fól í sér að Bandaríkjamenn fengju Guantánamo-flóa á leigu sem flotastöð. Ársleigan var 2000 gullpeningar, og er enn.


Herstöðin við Guantánamo-flóa

Árið 1934 var samningurinn endurnýjaður. Þá var Kúbverjum tryggð leið gegnum víkina þeim að kostnaðarlausu og einnig var ákveðið að Bandaríkin og Kúba þyrftu að vera sammála um að fella samninginn úr gildi. Bandaríkin vilja ekki loka stöðinni og þess vegna getur Kúba ekki lokað henni heldur.

Síðan Fidel Castro tók við völdum á Kúbu í byltingunni 1959 hefur ríkisstjórnin ítrekað mótmælt herstöðinni. Castro og stjórn hans gerðu Kúbu að sósíalísku ríki og bökuðu sér þar með fjandskap margra Bandaríkjamanna. Að auki hóf Castro náið samstarf við stjórnina í Sovétríkjunum og fékk mikinn stuðning frá þeim. Til dæmis keyptu Sovétríkin vörur frá Kúbu á mjög háu verði og sáu Kúbverjum einnig fyrir hergögnum.

Castro-stjórnin afnam kapítalisma í landinu og þjóðnýtti mörg fyrirtæki, þar á meðal fyrirtæki sem annaðhvort voru bandarísk eða Bandaríkjamenn höfðu fjárfest í. Þetta vakti mikla reiði hjá Bandaríkjamönnum sem tóku að draga úr verslun við Kúbu. Auk þess gerðu þeir misheppnaða tilraun til að ráðast inn í Kúbu um Svínaflóa (Bahía de Cochinos) árið 1961 og gerðu ýmsar áætlanir um að myrða Castro. Upp frá því hefur samband Bandaríkjanna og Kúbu verið mjög stirt.

Eftir byltinguna reyndu mörg þúsund Kúbumenn að flýja land og komast inn á flotastöðina. Fidel Castro lét þá planta þéttu kaktusgerði kringum stöðina til að koma í veg fyrir flóttann úr landinu. Auk þess höfðu Bandaríkjamenn sett upp háa girðingu og lagt jarðsprengjur til þess að verja stöðina fyrir Kúbverjum. Því er hvorki hægt að komast inn í stöðina né út úr henni nema með leyfi. Nú orðið vinna um tíu Kúbumenn í stöðinni en í upphafi voru þeir um þúsund.

Flotastöðin er nú mest notuð sem æfingastöð bandaríska hersins og til að berjast gegn eiturlyfjasmygli á svæðinu. Flotastöðin komst í heimsfréttirnar veturinn 2002 þegar Bandaríkjastjórn flutti þangað menn sem sagðir eru tilheyra hryðjuverkasamtökunum al-Kaeda. Mennirnir voru handteknir í Afganistan og bíða réttarhalda við Guantánamo-flóa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Mynd:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

29.4.2002

Síðast uppfært

21.3.2017

Spyrjandi

Halldór Halldórsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2345.

Ulrika Andersson. (2002, 29. apríl). Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2345

Ulrika Andersson. „Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?
Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast Gitmo. Flotastöðin er staðsett á suðvesturhluta Kúbu í einni stærstu og best vernduðu vík í heimi og þar búa um 3000 íbúar.

Saga flotastöðvarinnar er löng og á rætur sínar í stríði sem byrjaði árið 1898 og stóð milli Bandaríkjanna og Spánar. Stríðið hófst við það að eyjarskeggjar á Kúbu reyndu að fá sjálfstæði frá nýlendustjórn Spánverja. Barátta Kúbverja vakti mikla athygli meðal Bandaríkjamanna og ákveðið var að senda bandarískan her til að hjálpa Kúbu í sjálfstæðisbaráttunni. Árangurinn varð sá að Spánn hóf stríð gegn Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn unnu stríðið sem lauk tveimur mánuðum eftir að það hófst. Spánverjar voru neyddir til að afsala sér völdum á Kúbu og eftirláta Bandaríkjunum valdið yfir eynni.

Í stríðinu höfðu Bandaríkjamenn notað Guantánamo-flóann sem flotastöð. Þar tóku skip þeirra eldsneyti, sem í þá daga voru kol. Eftir stríðið fékk Kúba sjálfstæði og var landið í miklum tengslum við Bandaríkin fram að byltingunni 1959. Árið 1903 gerðu Bandaríkjamenn og Kúbverjar milliríkjasamning sem fól í sér að Bandaríkjamenn fengju Guantánamo-flóa á leigu sem flotastöð. Ársleigan var 2000 gullpeningar, og er enn.


Herstöðin við Guantánamo-flóa

Árið 1934 var samningurinn endurnýjaður. Þá var Kúbverjum tryggð leið gegnum víkina þeim að kostnaðarlausu og einnig var ákveðið að Bandaríkin og Kúba þyrftu að vera sammála um að fella samninginn úr gildi. Bandaríkin vilja ekki loka stöðinni og þess vegna getur Kúba ekki lokað henni heldur.

Síðan Fidel Castro tók við völdum á Kúbu í byltingunni 1959 hefur ríkisstjórnin ítrekað mótmælt herstöðinni. Castro og stjórn hans gerðu Kúbu að sósíalísku ríki og bökuðu sér þar með fjandskap margra Bandaríkjamanna. Að auki hóf Castro náið samstarf við stjórnina í Sovétríkjunum og fékk mikinn stuðning frá þeim. Til dæmis keyptu Sovétríkin vörur frá Kúbu á mjög háu verði og sáu Kúbverjum einnig fyrir hergögnum.

Castro-stjórnin afnam kapítalisma í landinu og þjóðnýtti mörg fyrirtæki, þar á meðal fyrirtæki sem annaðhvort voru bandarísk eða Bandaríkjamenn höfðu fjárfest í. Þetta vakti mikla reiði hjá Bandaríkjamönnum sem tóku að draga úr verslun við Kúbu. Auk þess gerðu þeir misheppnaða tilraun til að ráðast inn í Kúbu um Svínaflóa (Bahía de Cochinos) árið 1961 og gerðu ýmsar áætlanir um að myrða Castro. Upp frá því hefur samband Bandaríkjanna og Kúbu verið mjög stirt.

Eftir byltinguna reyndu mörg þúsund Kúbumenn að flýja land og komast inn á flotastöðina. Fidel Castro lét þá planta þéttu kaktusgerði kringum stöðina til að koma í veg fyrir flóttann úr landinu. Auk þess höfðu Bandaríkjamenn sett upp háa girðingu og lagt jarðsprengjur til þess að verja stöðina fyrir Kúbverjum. Því er hvorki hægt að komast inn í stöðina né út úr henni nema með leyfi. Nú orðið vinna um tíu Kúbumenn í stöðinni en í upphafi voru þeir um þúsund.

Flotastöðin er nú mest notuð sem æfingastöð bandaríska hersins og til að berjast gegn eiturlyfjasmygli á svæðinu. Flotastöðin komst í heimsfréttirnar veturinn 2002 þegar Bandaríkjastjórn flutti þangað menn sem sagðir eru tilheyra hryðjuverkasamtökunum al-Kaeda. Mennirnir voru handteknir í Afganistan og bíða réttarhalda við Guantánamo-flóa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Mynd:...