Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 262 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur fitusprenging á mjólk?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða mjólkurvörur eru fitusprengdar?Er rjómi fitusprengdur? Er rjómi sem notaður er í smjör fitusprengdur? Lesa má um fitusprengingu og hvernig hún virkar í mjólkurafurðum í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd? og eru lese...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?

Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum und...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?

Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?

Sjálfsfróun hefur verið skráð hjá fjölmörgum dýrategundum. Vísindamenn og aðrir sem fylgjast með dýrum hafa aðallega séð spendýr (Mammalia) fróa sér. Meðal annars hafa dýr með loppur, svo sem hundar, kettir, ljón, jarðíkornar og fleiri dýr, sést liggja á bakinu og nudda kynfæri sín. Einnig hefur sést til hreyfadýr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heita kameljón þessu nafni? Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kam...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku? Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á fl...

category-iconTrúarbrögð

Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?

Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðus...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?

Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?

Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólan...

category-iconHeimspeki

Er mjólk svört í myrkri?

Þetta er ein af þeim spurningum sem við fáum trúlega aldrei endanlegt svar við. Svarið ræðst af því hvað við eigum við þegar við tölum um liti en heimspekingum hefur reynst ákaflega erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það. Sumir halda því fram að augljóst sé að hlutur haldi lit sínum óháð aðstæðum á...

category-iconEfnafræði

Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?

Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?

Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?

Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir. Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á ...

Fleiri niðurstöður