Sólin Sólin Rís 06:48 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:32 • Sest 25:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:31 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:48 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:32 • Sest 25:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:31 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju heita kameljón þessu nafni?

Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kamēl < camēlus < grísku kámēlos, ættað úr austurlenskum málum, samanber hebresku gāmāl (sama merking).

Kameljón er tökuorð úr dönsku kamæleon. Gríska orðið chamai þýðir ‘á jörðinni’ og heiti dýrsins merkir bókstaflega ‘jarðljón’.

Þessum orðum er oft ruglað saman við kamel- í kameljón (einnig skrifað kamelljón) ‘fremur smávaxið skriðdýr af eðluætt’ sem er tökuorð úr dönsku kamæleon < grísku chamailéōn, af chamai ‘á jörðinni’ og leon ‘ljón’, eiginlega ‘jarðljón’.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig er orðið kameljón stafað? með einu l eða tveimur?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.3.2025

Spyrjandi

Bragi Arnarsson, Jónína Guðjónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2025, sótt 31. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=85148.

Guðrún Kvaran. (2025, 24. mars). Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85148

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2025. Vefsíða. 31. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85148>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju heita kameljón þessu nafni?

Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kamēl < camēlus < grísku kámēlos, ættað úr austurlenskum málum, samanber hebresku gāmāl (sama merking).

Kameljón er tökuorð úr dönsku kamæleon. Gríska orðið chamai þýðir ‘á jörðinni’ og heiti dýrsins merkir bókstaflega ‘jarðljón’.

Þessum orðum er oft ruglað saman við kamel- í kameljón (einnig skrifað kamelljón) ‘fremur smávaxið skriðdýr af eðluætt’ sem er tökuorð úr dönsku kamæleon < grísku chamailéōn, af chamai ‘á jörðinni’ og leon ‘ljón’, eiginlega ‘jarðljón’.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig er orðið kameljón stafað? með einu l eða tveimur?

...