Af hverju heita kameljón þessu nafni?Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kamēl < camēlus < grísku kámēlos, ættað úr austurlenskum málum, samanber hebresku gāmāl (sama merking).

Kameljón er tökuorð úr dönsku kamæleon. Gríska orðið chamai þýðir ‘á jörðinni’ og heiti dýrsins merkir bókstaflega ‘jarðljón’.
- ordnet.dk. (Sótt 24.3.2025).
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24.3.2025).
- Chameleon (green).jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Kiran Gopinath. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 4.0 International leyfi. (Sótt 3.7.2023).
Hvernig er orðið kameljón stafað? með einu l eða tveimur?