Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 319 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ISO-staðall? Er það gæðastaðall eða eftirlitsstaðall?

ISO-staðall er staðall sem staðfestur hefur verið af Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO. Það þýðir með öðrum orðum að staðallinn sé alþjóðlegur. Gerð ISO-staðla byggist á því að hagsmunaðilar komi sér saman um hvað sé hæfilegt, eðlilegt, góðar starfsvenjur og í takt við tímann. Ákveðnar reglur eru viðhafðar um samnin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?

Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er himinninn blár?

Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig. Ljósið f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

category-iconLandafræði

Hvað eru til margar konur í heiminum?

Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að það er bjartara í skammdeginu þegar jörð er alhvít en þegar snjólaust er?

Ljósið frá sólinni er í raun hvítt en hvítt ljós er blanda af öllum litum. Hlutir drekka í sig hluta af sólarljósinu en endurkasta öðru. Ef til dæmis hlutur endurkastar frá sér grænu ljósi, þá er hluturinn grænn að lit, til dæmis grasið. Grasið gleypir þá aðra liti hvíta ljóssins. Snjór endurkastar frá sér næst...

category-iconSálfræði

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru loftsteinar verðmætir?

Svipuð lögmál gilda um loftsteina og aðra hluti sem fólk girnist. Ef ekki er til nóg til að fullnægja óskum allra þá ganga þeir kaupum og sölu við einhverju verði. Ef framboð er mjög lítið en eftirspurn mikil getur verðið orðið hátt. Loftsteinar hafa lítið sem ekkert notagildi en það skapar þeim ekki veru...

category-iconHeimspeki

Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?

Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku. Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?

Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?

Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

category-iconVísindafréttir

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...

category-iconHugvísindi

Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?

Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...

category-iconJarðvísindi

Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?

Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og stóð það í fimm mánuði. Í gosinu komu upp um 0,25 km3 af gosefnum sem voru að mestu hraun. Gos svo nærri byggð hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér eins og lesa má um á vefsíðunni Heimaslóð - Heimaeyjargosið. Þar segir meðal annars: Það voru þó einhverjir ...

Fleiri niðurstöður