Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?

Heiða María Sigurðardóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja?

Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt að lesa.

Þegar börn sem síðar greinast lesblind eru tveggja ára eru setningar þeirra almennt styttri og málfræðilega einfaldari en setningar annarra barna. Fyrrnefndu börnin eru sömuleiðis líklegri til þess að bera orð fram vitlaust. Á þessum aldri finnst þó enginn sérstakur munur á orðaforða þessara og annarra barna.

Þriggja ára börn sem síðar á ævinni greinast lesblind skilja almennt færri orð en önnur börn á sama aldri.

Þriggja ára börn sem síðar á ævinni greinast lesblind skilja aftur á móti almennt færri orð en önnur börn á sama aldri. Þau eiga einnig erfiðara með að nefna hvaða hlutir eru á myndum sem þeim eru sýndar. Tungumálaerfiðleikar ungra barna, þar með talið orðaforði þeirra, hafa því forspárgildi um hvernig þeim gengur að lesa síðar á ævinni. Minni orðaforði barna sem síðar verða lesblind gæti þó mögulega orsakast af öðrum vandamálum með tungumál sem þegar hafa komið fram við tveggja ára aldur.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.11.2015

Spyrjandi

Guðrún Kristinsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15612.

Heiða María Sigurðardóttir. (2015, 4. nóvember). Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15612

Heiða María Sigurðardóttir. „Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja?

Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt að lesa.

Þegar börn sem síðar greinast lesblind eru tveggja ára eru setningar þeirra almennt styttri og málfræðilega einfaldari en setningar annarra barna. Fyrrnefndu börnin eru sömuleiðis líklegri til þess að bera orð fram vitlaust. Á þessum aldri finnst þó enginn sérstakur munur á orðaforða þessara og annarra barna.

Þriggja ára börn sem síðar á ævinni greinast lesblind skilja almennt færri orð en önnur börn á sama aldri.

Þriggja ára börn sem síðar á ævinni greinast lesblind skilja aftur á móti almennt færri orð en önnur börn á sama aldri. Þau eiga einnig erfiðara með að nefna hvaða hlutir eru á myndum sem þeim eru sýndar. Tungumálaerfiðleikar ungra barna, þar með talið orðaforði þeirra, hafa því forspárgildi um hvernig þeim gengur að lesa síðar á ævinni. Minni orðaforði barna sem síðar verða lesblind gæti þó mögulega orsakast af öðrum vandamálum með tungumál sem þegar hafa komið fram við tveggja ára aldur.

Heimild:

Mynd:

...