Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 330 svör fundust
Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?
Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út ...
Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?
Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...
Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?
Fáar konur nota hettuna þar sem hún hefur alveg fallið í skuggann af getnaðarvarnapillum og lykkjunni. Hettan er samt sem áður virk og skaðlaus getnaðarvörn og á að endast í mörg ár ef vel er farið með hana. Alltaf þarf á þó að gæta þess að nota sæðisdrepandi krem með henni. Kona sem aðeins sefur hjá stöku sinn...
Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?
Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...
Hvað éta kanínur?
Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur. Kanínur eru svoköl...
Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...
Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?
Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar. Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pil...
Hefur lögregla heimild til þess að leita í bifreið?
Leit er þvingunarráðstöfun og er því ekki beitt af léttúð. Í 1. mgr. 74. gr laga um meðferð sakamála er bifreið tiltekin sem einn af þeim stöðum sem heimilt er að leita í við rannsókn sakamála. Í 75. gr. kemur fram að til þess að leitað verði í bifreiðum þurfi úrskurð dómara. Þar að auki fellur bifreið undir 71. g...
Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?
Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...
Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?
Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...
Hvaðan kemur vatnið?
Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, ...
Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?
Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...
Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?
Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.Íslensk málstöð...
Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá myndast norðurljósin í aðallega í 100-250 km hæð yfir jörðu. Þar er nánast ekkert loft, þótt nógu mikið sé af súrefni (O2) og köfnunarefni (N2) til að norðurljós geti myndast. Til þess að átta sig betur á þessu má benda á að ve...
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...