Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1082 svör fundust
Hvaða djúpsjávardýr er stærst?
Stærsta dýrið í undirdjúpunum er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsögur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstaklingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð. Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Ban...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?
Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...
Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?
Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...
Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?
Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...
Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann? Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 c...
Hvaða tegundir spendýra lifa fyrst og fremst á maurum?
Maurar (Formicidae) eru stór ætt skordýra með yfir 22 þúsund tegundir. Þeir hafa alheimsútbreiðslu og finnast á öllum meginlöndum nema Suðurskautslandinu, einnig hafa maurar ekki fundist á nokkrum eyjum, meðal annars Grænlandi og einhverjum Kyrrahafseyjum. Frá 1977 hafa maurabú fundist á hverju ári á Íslandi og te...
Hvað getið þið sagt mér um brandháf?
BrandháfurBrandháfurinn (Hexanchus griseus) er líklega næstalgengasti háfiskurinn, næst á eftir hvíthákarlinum (Carcharodon carcharias). Eins og sjá má á mynd 2 þá finnst hann víða. Kortið sýnir að útbreiðsla hans sé allt í kringum Ísland en það er að öllum líkindum rangt því hann hefur einungis komið í veiðarfæri...
Eru emúar og strútar skyldir?
Hér er einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Ástralskir fuglar sem kallast Emú og eru líkir Strútum, eru þessir fuglar skildir? ef já, hvernig? ef ekki hver er munurinn á þeim? Hvar lifa strútar og á hverju lifa þeir? (Arngrímur Jónsson) Argentískir fuglar sem kallast Rhea, líta út eins og Strúta...
Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?
Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...
Hvaða dýr eru á Suðurskautslandinu?
Þessi spurning er nokkuð víðfeðm en hér er gert ráð fyrir að spyrjandi sé að falast eftir upplýsingum um dýr sem finnast á þurrlendi Suðurskautslandsins. Hér verður því ekki fjallað um dýralíf í grunnsævinu umhverfis Suðurskautslandið og heldur ekki sagt frá dýralífinu á eyjum umhverfis þetta mikla landflæmi. Þ...
Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...
Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?
Hvíthákarlinn (Carcharodon carchartas) er mjög útbreiddur á miðlægum breiddargráðum þótt kunnustu búsvæði hans séu undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu þar sem stofnar sæljóna eru stórir. Hvíthákarlar eru geysistórir, venjulega verða þeir frá 3 til 6 metrum á lengd og vega venjulega um 1200 kg (dæmi...