Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru emúar og strútar skyldir?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
  • Ástralskir fuglar sem kallast Emú og eru líkir Strútum, eru þessir fuglar skildir? ef já, hvernig? ef ekki hver er munurinn á þeim?
  • Hvar lifa strútar og á hverju lifa þeir? (Arngrímur Jónsson)
  • Argentískir fuglar sem kallast Rhea, líta út eins og Strútar en virðast samt fíngerðari, eru þeir af sama stofni og Strútar? (Herbert Viðarsson)

Fæða og útbreiðsla strúta

Strútar (Struthio camelus) finnast nú aðeins í Afríku, en hér áður fyrr lifðu þeir einnig í Suðvestur-Asíu. Þaðan var þeim hins vegar útrýmt sökum ofveiði og ágangs á búsvæði. Strúturinn er eina tegundin innan ættar Struthionidae eða strútaætt, og er hann talsvert frábrugðinn öðrum núlifandi fuglum.

Strúturinn er stærstur fugla og jafnframt ófleygur. Hann er hins vegar mjög sprettharður, sem kemur sér vel því hann lifir á sléttum Afríku þar sem mikið er um stór rándýr.

Strúturinn vegur frá 90 til 130 kg og er um 2 metrar á hæð þegar hann stendur uppréttur, þó dæmi séu til um stærri einstaklinga sem jafnvel hafa náð allt að 150 kg. Kynin eru ólík, kvenfuglinn er jarðbrúnn að lit en karlinn er svartur og hvítur. Útbreiðsla strúta takmarkast nú við Afríku sunnan Sahara og er henni skipt í fjórar aðskildar deilitegundir.

Fyrst má nefna Struthio camelus camelus sem kallast á íslensku Norður-Afríku strúturinn. Hann hefur nyrsta útbreiðslu af öllum deilitegundunum og finnst frá Máretaníu og Senegal í vestri allt austur að bökkum Rauðahafsins. Sómalíustrúturinn (Struthio camelus molybdophanes) finnst eins og nafnið gefur til kynna í Sómalíu, en einnig í Eþíópíu og norðurhluta Kenía. Sómalíustrúturinn deilir heimkynnum sínum í Kenía með massaistrútnum (Struthio camelus massaicus) sem einnig finnst í Tansaníu. Fjórða deilitegundin er Suður-Afríski strúturinn (Struthio camelus Australis). Hann hefur syðsta útbreiðslu allra strúta en hann má finna í Namibíu, Angóla, Botsvana, Simbabve og Suður-Afríku.



Kynin eru ólík hjá strútum. Karlarnir eru með svart og hvítt fiður en kvenfuglarnir eru brúnir að lit.

Ein deilitegund strúta er útdauð. Þessi tegund kallaðist Arabíustrúturinn (Struthio camelus syriacus), en hann var áður fyrr mjög algengur í löndum eins og Sýrlandi, Írak, Jórdaníu og Sádi–Arabíu. Þeir urðu hins vegar aldauða á 7. áratug síðustu aldar.

Strútar eru fyrst og fremst jurtaætur. Þeir eru tiltölulega vandfýsnir á fæðu og sækja einkum í ýmis fræ, til dæmis grasfræ, og jarðlæga ávexti. Þeir éta þó einnig ýmis smádýr eins og engisprettur og leggjast jafnvel á hræ sem rándýr hafa skilið eftir sig. Strútar eru stórvaxin dýr og þurfa því talsverðt magn af fæðu dag hvern. Rannsóknir hafa sýnt fram á þeir þurfa að éta allt að 3,5 kg af plöntum daglega. Þeir þola þó talsvert mikinn vatnsskort enda lifa þeir á mjög þurrum svæðum.

Skyldleiki strúta við emúa og nandúa

Emúar (Dromaius novaehollandiae) og nandúar (e. rhea, Rhea americana) eiga það sameiginlegt með strútum að vera stórvaxnir, ófleygir fuglar. Emúar geta orðið rúmlega 60 kg. Þeir finnast aðeins í Ástralíu og eru eina eftirlifandi tegund Dromaius ættkvíslarinnar. Nandúar eru töluvert smærri og fíngerðari en strútar og emúar og finnast aðeins í Suður-Ameríku.



Emúar eru stórvaxnir, ófleygir fuglar sem finnast aðeins í Ástralíu.

Þessir fuglar, ásamt nokkrum öðrum tegundum forneskjulegra og ófleygra fugla, eru sameiginlega kallaðir ratites á ensku. Heitið er dregið af latneska orðinu ratis og vísar til byggingar bringubeins (e. sternum) þeirra. Ólíkt kjöllaga bringubeini fleygra fugla eru þessar tegundir með flatt bringubein, sem skýrir að hluta til hvers vegna þeir geta ekki flogið.

Talið er að forverar ratites fugla hafi lifað á Gondwanalandi sem staðsett var á suðurhveli jarðar. Fyrir um 170 milljónum ára byrjaði það svo að liðast í sundur. Talið er að það hafi fyrst brotnað í tvo hluta: Austur-Gondwanaland sem síðar brotnaði niður í Antartíku, Madagaskar, Indland og Ástralíu, og Vestur-Gondwanaland, sem brotnaði svo niður í Afríku og Suður-Ameríku. Það má því áætla að aðskilnaður forvera emúsins og strútsins hafi orðið á seinni hluta Júraskeiðsins eða fyrir um 160-150 milljón árum síðan. Það er því ansi langt síðan þessir fuglar aðgreindust.

Hinir svokölluðu ratites fuglar finnast á flestum þeim meginlöndum sem áður voru hluti af hinu forna Gondwanalandi. Til að mynda má finna kiwi-fugla (Apteryx spp.) á eyjum Nýja-Sjálands, kasúa (Casuarius spp.) á Nýju-Gíneu og nálægum eyjum, auk nandúa í Suður-Ameríku og strúta í Afríku. Einnig má nefna nokkrar tegundir útdauðra ófleygra fugla eins og móa ( Dinornis spp.) sem lifðu á Nýja-Sjálandi og hins risavaxna fílafugls (Aepyornis spp.) sem lifði á Madagaskar sem einnig var hluti af Gondwanalandi. Engir ratites fuglar hafa hins vegar fundist á Indlandi og Suðurskautslandinu.



Nandúar teljast til svokallaðra ratites fugla, en uppruna þeirra má rekja til hins forna Gondwanalands.

Þróunarfræðingar hafa deilt um uppruna þessa hóps fugla og hvort flokkunarfræðilega sé réttlætanlegt að setja alla ratites fugla í einn ættbálk. Sumir vilja meina að allir þessir fuglar eigi heima í ættbálkinum Struterioformes. Aðrir telja hins vegar að forfeður þessara fugla hafi verið byrjaðir að greinast í sundur meðan Gondwanalandmassinn hékk enn saman og að þá þegar hafi verið komnir fram mismunandi ættbálkar, Rheiformes og Casuariformes. Það breytir því þó ekki að þessar tegundir eiga sér sameiginlegan uppruna í hinu forna Gondwanalandi.

Eftir að Gondwanaland brotnaði í sundur varð landfræðilegur aðskilnaður milli hópanna sem síðar leiddi til frekari tegundamyndunar.

Það má því álykta að hinir ófleygu ratites fuglar séu allir komnir af fuglum sem lifðu í Gondwanalandi, en samkvæmt nýlegum rannsóknum á erfðaefni þeirra eiga þeir allir sömu forfeður. Nákvæm þróunarsaga þeirra er þó ekki á hreinu þar sem margar eyður eru í steingervingasögu þessara fugla. Elsti sameiginlegi forfaðir þeirra er þó talinn hafa verið uppi á krítartímanum fyrir að minnsta kosti 140 milljónum ára.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Brown, L. H., E. K. Urban og K. Newman. 1982. The Birds of Africa. Academic Press, London.
  • Cowen, Richard. 2000. History of Life. Blackwell Publishing, London.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.4.2007

Spyrjandi

Bóas H.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru emúar og strútar skyldir?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6604.

Jón Már Halldórsson. (2007, 23. apríl). Eru emúar og strútar skyldir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6604

Jón Már Halldórsson. „Eru emúar og strútar skyldir?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6604>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru emúar og strútar skyldir?
Hér er einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Ástralskir fuglar sem kallast Emú og eru líkir Strútum, eru þessir fuglar skildir? ef já, hvernig? ef ekki hver er munurinn á þeim?
  • Hvar lifa strútar og á hverju lifa þeir? (Arngrímur Jónsson)
  • Argentískir fuglar sem kallast Rhea, líta út eins og Strútar en virðast samt fíngerðari, eru þeir af sama stofni og Strútar? (Herbert Viðarsson)

Fæða og útbreiðsla strúta

Strútar (Struthio camelus) finnast nú aðeins í Afríku, en hér áður fyrr lifðu þeir einnig í Suðvestur-Asíu. Þaðan var þeim hins vegar útrýmt sökum ofveiði og ágangs á búsvæði. Strúturinn er eina tegundin innan ættar Struthionidae eða strútaætt, og er hann talsvert frábrugðinn öðrum núlifandi fuglum.

Strúturinn er stærstur fugla og jafnframt ófleygur. Hann er hins vegar mjög sprettharður, sem kemur sér vel því hann lifir á sléttum Afríku þar sem mikið er um stór rándýr.

Strúturinn vegur frá 90 til 130 kg og er um 2 metrar á hæð þegar hann stendur uppréttur, þó dæmi séu til um stærri einstaklinga sem jafnvel hafa náð allt að 150 kg. Kynin eru ólík, kvenfuglinn er jarðbrúnn að lit en karlinn er svartur og hvítur. Útbreiðsla strúta takmarkast nú við Afríku sunnan Sahara og er henni skipt í fjórar aðskildar deilitegundir.

Fyrst má nefna Struthio camelus camelus sem kallast á íslensku Norður-Afríku strúturinn. Hann hefur nyrsta útbreiðslu af öllum deilitegundunum og finnst frá Máretaníu og Senegal í vestri allt austur að bökkum Rauðahafsins. Sómalíustrúturinn (Struthio camelus molybdophanes) finnst eins og nafnið gefur til kynna í Sómalíu, en einnig í Eþíópíu og norðurhluta Kenía. Sómalíustrúturinn deilir heimkynnum sínum í Kenía með massaistrútnum (Struthio camelus massaicus) sem einnig finnst í Tansaníu. Fjórða deilitegundin er Suður-Afríski strúturinn (Struthio camelus Australis). Hann hefur syðsta útbreiðslu allra strúta en hann má finna í Namibíu, Angóla, Botsvana, Simbabve og Suður-Afríku.



Kynin eru ólík hjá strútum. Karlarnir eru með svart og hvítt fiður en kvenfuglarnir eru brúnir að lit.

Ein deilitegund strúta er útdauð. Þessi tegund kallaðist Arabíustrúturinn (Struthio camelus syriacus), en hann var áður fyrr mjög algengur í löndum eins og Sýrlandi, Írak, Jórdaníu og Sádi–Arabíu. Þeir urðu hins vegar aldauða á 7. áratug síðustu aldar.

Strútar eru fyrst og fremst jurtaætur. Þeir eru tiltölulega vandfýsnir á fæðu og sækja einkum í ýmis fræ, til dæmis grasfræ, og jarðlæga ávexti. Þeir éta þó einnig ýmis smádýr eins og engisprettur og leggjast jafnvel á hræ sem rándýr hafa skilið eftir sig. Strútar eru stórvaxin dýr og þurfa því talsverðt magn af fæðu dag hvern. Rannsóknir hafa sýnt fram á þeir þurfa að éta allt að 3,5 kg af plöntum daglega. Þeir þola þó talsvert mikinn vatnsskort enda lifa þeir á mjög þurrum svæðum.

Skyldleiki strúta við emúa og nandúa

Emúar (Dromaius novaehollandiae) og nandúar (e. rhea, Rhea americana) eiga það sameiginlegt með strútum að vera stórvaxnir, ófleygir fuglar. Emúar geta orðið rúmlega 60 kg. Þeir finnast aðeins í Ástralíu og eru eina eftirlifandi tegund Dromaius ættkvíslarinnar. Nandúar eru töluvert smærri og fíngerðari en strútar og emúar og finnast aðeins í Suður-Ameríku.



Emúar eru stórvaxnir, ófleygir fuglar sem finnast aðeins í Ástralíu.

Þessir fuglar, ásamt nokkrum öðrum tegundum forneskjulegra og ófleygra fugla, eru sameiginlega kallaðir ratites á ensku. Heitið er dregið af latneska orðinu ratis og vísar til byggingar bringubeins (e. sternum) þeirra. Ólíkt kjöllaga bringubeini fleygra fugla eru þessar tegundir með flatt bringubein, sem skýrir að hluta til hvers vegna þeir geta ekki flogið.

Talið er að forverar ratites fugla hafi lifað á Gondwanalandi sem staðsett var á suðurhveli jarðar. Fyrir um 170 milljónum ára byrjaði það svo að liðast í sundur. Talið er að það hafi fyrst brotnað í tvo hluta: Austur-Gondwanaland sem síðar brotnaði niður í Antartíku, Madagaskar, Indland og Ástralíu, og Vestur-Gondwanaland, sem brotnaði svo niður í Afríku og Suður-Ameríku. Það má því áætla að aðskilnaður forvera emúsins og strútsins hafi orðið á seinni hluta Júraskeiðsins eða fyrir um 160-150 milljón árum síðan. Það er því ansi langt síðan þessir fuglar aðgreindust.

Hinir svokölluðu ratites fuglar finnast á flestum þeim meginlöndum sem áður voru hluti af hinu forna Gondwanalandi. Til að mynda má finna kiwi-fugla (Apteryx spp.) á eyjum Nýja-Sjálands, kasúa (Casuarius spp.) á Nýju-Gíneu og nálægum eyjum, auk nandúa í Suður-Ameríku og strúta í Afríku. Einnig má nefna nokkrar tegundir útdauðra ófleygra fugla eins og móa ( Dinornis spp.) sem lifðu á Nýja-Sjálandi og hins risavaxna fílafugls (Aepyornis spp.) sem lifði á Madagaskar sem einnig var hluti af Gondwanalandi. Engir ratites fuglar hafa hins vegar fundist á Indlandi og Suðurskautslandinu.



Nandúar teljast til svokallaðra ratites fugla, en uppruna þeirra má rekja til hins forna Gondwanalands.

Þróunarfræðingar hafa deilt um uppruna þessa hóps fugla og hvort flokkunarfræðilega sé réttlætanlegt að setja alla ratites fugla í einn ættbálk. Sumir vilja meina að allir þessir fuglar eigi heima í ættbálkinum Struterioformes. Aðrir telja hins vegar að forfeður þessara fugla hafi verið byrjaðir að greinast í sundur meðan Gondwanalandmassinn hékk enn saman og að þá þegar hafi verið komnir fram mismunandi ættbálkar, Rheiformes og Casuariformes. Það breytir því þó ekki að þessar tegundir eiga sér sameiginlegan uppruna í hinu forna Gondwanalandi.

Eftir að Gondwanaland brotnaði í sundur varð landfræðilegur aðskilnaður milli hópanna sem síðar leiddi til frekari tegundamyndunar.

Það má því álykta að hinir ófleygu ratites fuglar séu allir komnir af fuglum sem lifðu í Gondwanalandi, en samkvæmt nýlegum rannsóknum á erfðaefni þeirra eiga þeir allir sömu forfeður. Nákvæm þróunarsaga þeirra er þó ekki á hreinu þar sem margar eyður eru í steingervingasögu þessara fugla. Elsti sameiginlegi forfaðir þeirra er þó talinn hafa verið uppi á krítartímanum fyrir að minnsta kosti 140 milljónum ára.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Brown, L. H., E. K. Urban og K. Newman. 1982. The Birds of Africa. Academic Press, London.
  • Cowen, Richard. 2000. History of Life. Blackwell Publishing, London.
...