Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 155 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um stökkmýs?

Stökkmýs tilheyra ættbálki nagdýra (rodentia) og ætt stökkmúsa (Dipodidae) ásamt sprettmúsum (Zapodidae) og birkimús (Sicista betulina). Alls eru tegundir stökkmúsa 33 í 11 ættkvíslum og 5 undirættum. Stökkmýs lifa í eyðimörkum og á hrjóstrugum steppum í Afríku, Asíu og austast í Evrópu. Þær búa oft saman í ...

category-iconHeimspeki

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að mannes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?

Sprettkönguló (Latrodectus hasselti, e. redback spider) er baneitruð könguló af ættkvíslinni Latrodectus, en til þeirrar ættkvíslar telst líka hin alræmda svarta ekkja (Latrodectus mactans). Sprettköngulóin er einlend í Ástralíu en berst stundum með matvælum sem flutt eru þaðan til annarra landa. Sprettköngulói...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hvatberi?

Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er demantsskellinaðra?

Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas di...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?

Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?

Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um þvottabirni?

Þvottabirnir (Procyon lotor, e. raccoon eða racoon) eru rándýr af ætt hálfbjarna (Procyonidae). Þeir eru kraftaleg og digur rándýr sem minna um margt á lítil bjarndýr. Þvottabirnir eru yfirleitt 60-100 cm á lengd og er skottið oft tæpur helmingur af lengd dýrsins. Höfuðið er breiðleitt en trýnið er stutt og mjótt....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru deilitegundir?

Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?

Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er samfélag katta í borgum eins og til dæmis í Reykjavík?

Kettir hafa fylgt manninum í þúsundir ára og eru afar algeng húsdýr bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skipta má borgarköttum í tvo meginflokka, annars vegar heimilisketti og hins vegar villiketti eða heimilislausa ketti. Mörkin þarna á milli eru ekki alltaf skýr þar sem heimiliskettir geta verið hálfvilltir í öllu at...

Fleiri niðurstöður