Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er demantsskellinaðra?

Jón Már Halldórsson

Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas diamond-back) og hins vegar austræni demantsbakurinn (Crotalus adamanteus, e. Eastern diamondback rattlesnake).

Vestræni demantsbakurinn á heimkynni sín í suðvesturhluta Bandaríkjanna og suður til Mexíkó. Hann er ekki mjög vandlátur á búsvæði og getur lifað á mjög þurrum svæðum, á grasivöxnum sléttum, í skóglendi eða klettóttu umhverfi, allt frá strönd upp í um 2000 m hæð. Austræni demtanstbakurinn finnst aftur á móti í suðausturhluta Bandaríkjanna, frá strandsvæðum Norður-Karólínu, í Flórída og vestur um Alabama, Mississippi og til austurhluta Louisiana.

Austræni demantsbakurinn (Crotalus adamanteus) er stærsta skröltormategund heims.

Austræna demantsskellinaðran er stærsti og þyngsti eitraði snákur Norður-Ameríku og jafnframt stærst allra skellinaðra, getur orðið allt að 240 cm að lengd og vegið yfir 15 kg. Dýrin ná þó sjaldnast þeirri stærð og algengast er að fullvaxnar austrænar demantsskellinöðrur séu á bilinu 80-180 cm að lengd. Vestræna demantsskellan er líklega næst stærst allra skellinaðra. Algengt er að einstaklingar af þessari tegund séu á bilinu 90-150 cm að lengd en þekkt er að einstaklingur hafi náð rúmlega 210 cm.

Demantsskellinöðrur eru einfarar fyrir utan mökunartímann. Þær eru mest á ferðinni snemma á morgnana og á kvöldin og halda sig yfirleitt á jörðinni, oft innan um grjót og steina eða undir runnagróðri, enda ekki vel aðlagaðar að klifri í trjám. Yfir vetrartímann liggja þær gjarnan í dvala í sprungum eða holum en koma stundum fram á sólríkum dögum til að sækja yl og og hita í kroppinn. Demtansskellur eru tiltöluleg langlífir snákar en talið er að þær geti náð allt að 20 ára aldri í villtri náttúru.

Helsta fæða demantsbaka eru lítil spendýr svo sem mýs, rottur, íkornar og kanínur. Einnig eru fuglar, eðlur og önnur smádýr á matseðlinum. Helstu náttúrulegu óvinir demantasbaka eru stærri rándýr svo sem sléttuúlfar, refir og ýmsar tegunda stórra ránfugla. Ungum demantasbökum getur líka stafað hætta af öðrum snákum hvort sem er af sömu tegund eða öðrum tegundum.

Vestræni demantsbakurinn eða Texasskella (Crotalus atrox).

Demtansskellinaðran er meðal hættulegustu snáka í Bandaríkjunum þar sem um 95% banvænna snákabita þar í landi tengjast þessum tveimur tegundum. Það sem gerir demantsbakinn svo hættulegan er að hann er með stærri skögultennur og dælir inn meira eitri en gengur og gerist hjá mörgum öðrum tegundum. Talið er að bit hans geti skilið eftir sig allt að 800 milligrömm af eitri sem samsett er af ýmsum tegundum ensíma og annarra lífshættulegra eiturefna sem ráðast á blóðfrumur og líffæri þess sem fyrir bitinu verður. Afleiðingarnar eru miklir verkir við bitsárið og bólga sem leiðir til vefjaskemmda út frá sárinu. Svo kemur höfuðverkur og innvortis blæðingar sem geta leitt til dauða. Talið er að á bilinu 10-20% þeirra sem verða fyrir biti demantsbaks láti lífið ef ekkert er að gert.

Snákabit eru hins vegar ekki algeng dánarorsök í Bandaríkjunum. Talið er að á hverju ári leiti tæplega 2.000 manns læknisaðstoðar vegna snákabita og að meðaltali séu dauðsföll þeim tengd um fimm á ári, langflest af völdum demantsbaka.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.6.2022

Spyrjandi

Þorsteinn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er demantsskellinaðra?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2022, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82113.

Jón Már Halldórsson. (2022, 28. júní). Hvað er demantsskellinaðra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82113

Jón Már Halldórsson. „Hvað er demantsskellinaðra?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2022. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82113>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er demantsskellinaðra?
Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas diamond-back) og hins vegar austræni demantsbakurinn (Crotalus adamanteus, e. Eastern diamondback rattlesnake).

Vestræni demantsbakurinn á heimkynni sín í suðvesturhluta Bandaríkjanna og suður til Mexíkó. Hann er ekki mjög vandlátur á búsvæði og getur lifað á mjög þurrum svæðum, á grasivöxnum sléttum, í skóglendi eða klettóttu umhverfi, allt frá strönd upp í um 2000 m hæð. Austræni demtanstbakurinn finnst aftur á móti í suðausturhluta Bandaríkjanna, frá strandsvæðum Norður-Karólínu, í Flórída og vestur um Alabama, Mississippi og til austurhluta Louisiana.

Austræni demantsbakurinn (Crotalus adamanteus) er stærsta skröltormategund heims.

Austræna demantsskellinaðran er stærsti og þyngsti eitraði snákur Norður-Ameríku og jafnframt stærst allra skellinaðra, getur orðið allt að 240 cm að lengd og vegið yfir 15 kg. Dýrin ná þó sjaldnast þeirri stærð og algengast er að fullvaxnar austrænar demantsskellinöðrur séu á bilinu 80-180 cm að lengd. Vestræna demantsskellan er líklega næst stærst allra skellinaðra. Algengt er að einstaklingar af þessari tegund séu á bilinu 90-150 cm að lengd en þekkt er að einstaklingur hafi náð rúmlega 210 cm.

Demantsskellinöðrur eru einfarar fyrir utan mökunartímann. Þær eru mest á ferðinni snemma á morgnana og á kvöldin og halda sig yfirleitt á jörðinni, oft innan um grjót og steina eða undir runnagróðri, enda ekki vel aðlagaðar að klifri í trjám. Yfir vetrartímann liggja þær gjarnan í dvala í sprungum eða holum en koma stundum fram á sólríkum dögum til að sækja yl og og hita í kroppinn. Demtansskellur eru tiltöluleg langlífir snákar en talið er að þær geti náð allt að 20 ára aldri í villtri náttúru.

Helsta fæða demantsbaka eru lítil spendýr svo sem mýs, rottur, íkornar og kanínur. Einnig eru fuglar, eðlur og önnur smádýr á matseðlinum. Helstu náttúrulegu óvinir demantasbaka eru stærri rándýr svo sem sléttuúlfar, refir og ýmsar tegunda stórra ránfugla. Ungum demantasbökum getur líka stafað hætta af öðrum snákum hvort sem er af sömu tegund eða öðrum tegundum.

Vestræni demantsbakurinn eða Texasskella (Crotalus atrox).

Demtansskellinaðran er meðal hættulegustu snáka í Bandaríkjunum þar sem um 95% banvænna snákabita þar í landi tengjast þessum tveimur tegundum. Það sem gerir demantsbakinn svo hættulegan er að hann er með stærri skögultennur og dælir inn meira eitri en gengur og gerist hjá mörgum öðrum tegundum. Talið er að bit hans geti skilið eftir sig allt að 800 milligrömm af eitri sem samsett er af ýmsum tegundum ensíma og annarra lífshættulegra eiturefna sem ráðast á blóðfrumur og líffæri þess sem fyrir bitinu verður. Afleiðingarnar eru miklir verkir við bitsárið og bólga sem leiðir til vefjaskemmda út frá sárinu. Svo kemur höfuðverkur og innvortis blæðingar sem geta leitt til dauða. Talið er að á bilinu 10-20% þeirra sem verða fyrir biti demantsbaks láti lífið ef ekkert er að gert.

Snákabit eru hins vegar ekki algeng dánarorsök í Bandaríkjunum. Talið er að á hverju ári leiti tæplega 2.000 manns læknisaðstoðar vegna snákabita og að meðaltali séu dauðsföll þeim tengd um fimm á ári, langflest af völdum demantsbaka.

Heimildir og myndir:...